Jónsmessan – ræða á Eyrarbakka

Við höfum öll eitthvað fram að færa, styrkleikar okkar og veikleikar eru sem betur fer mismunandi.   Í 10 manna bekk eru ólíkir einstaklingar sem eiga í raun það eitt sameiginlegt að búa á sama svæði og að vera jafn gamlir.   Í þorpinu okkar hér á Eyrarbakka búa tæplega 600 manns sem eiga einn hlut sameiginlegan. ...

Vöxtur Selfoss eða uppbygging Árborgar

Það er eðlilega forsíðufrétt að nærri 9 þúsund aðilar sæki um 52 lóðir á Selfossi.  Í fréttinni segir að gert sé ráð fyrir að íbúum fjölgi um 7% á þessu ári og að áfram verði vöxtur.  Þúsundir nýrra íbúa munu flytja á Selfoss á næstunni. Nýr skóli verður opnaður í haust í Bjarkarlandi í bráðabirgðahúsnæði ...

Vatnsklasi

Hugleiðing rituð í Dagskránna, fréttablað Suðurlands. ------------------------- Aðgangur okkar að hreinu vatni á Íslandi er svo góður að við gleymum því hversu lánsöm við erum og hversu mikils virði allt þetta hreina og góða vatn er.    Við tölum oft um hversu mikils virði, sjávarútvegurinn er okkur, ferðaþjónustan og hin magnaða náttúra landsins, en við tölum minna um ...

Hlaðvarp; Happy Hour með Viceman

Átti skemmtilegt samtal við Andra Davíð sem er með hlaðvarpsþættina Happy Hour með the Viceman. Virkilega skemmtilegt samtal þar sem við fórum yfir víðan völl.  Lífræn ræktun, vín, veitingastaðir, plasmengun, wrestling, nám, broddmjólk, kvikmyndhátíð og fleira og fleira.   https://open.spotify.com/episode/6kCkhElNkkA3Tb9yuNAskB?si=WYewVn5bT-KQYyJ10hOlTg

Ljós og myrkur

Nú er hátíð ljóss og friðar.  Ég hef stundum velt fyrir mér hvers vegna talað er um ljós og hátíð ljóssins.  Mögulega er ástæða þess að í jólaguðspjallinu nefnir Jóhannes guðspjallamaður aldrei fæðingu heldur talar hann um líf og ljós er Jesú fæðist.   Við sem búum á okkar fallega landi vitum að hver árstíð er ...

Ölfuss og Árborg í eina sæng

Hugleiðing rituð í Dagskránna. Það væri áhugavert að vita hug íbúa Ölfuss og Árborgar hvað varðar sameiningu þessara tveggja öflugu sveitarfélaga. Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim metnaði og þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sérð stað í Ölfusi undanfarin ár og ekki er slakað á heldur frekar bætt í.  Á sama tíma hefur íbúafjölgun ...

Að fjárfesta í fortíð eða framtíð

Það vekur athygli þegar opinber stofnun auglýsir eftir tæpum tíu þúsund fermetrum miðsvæðis í Reykjavík fyrir skrifstofur og ætlar sér að  gera leigusamning til 30 ára. Maður spyr sig, er hér horft til hefða fortíðar eða tækifæra framtíðar? Skatturinn er sá aðili sem er að leita að húsnæði og telur farsælast að koma öllu sínu starfsfólki ...

Að koma heim í stutt frí

Grein rituð í Dagskránna. Það er búið að helluleggja og ganga virkilega fallega frá gangstéttinni í þorpinu mínu. Ég held að það séu óvenju margir sem eru í út í garði að rækta matjurtir. Það er víða verið að bæta og breyta. Það er verið að byggja ný hús og nýjar íbúðir í liltu þorpi þar ...