Að byggja dómkirkju eða raða múrsteinum

Fyrirsögn þessarar greinar eru mismunandi svör tveggja verkamanna við sömu spurningunni. Manna sem voru að vinna sama starf við sömu framkvæmd. Annar raðaði múrsteinum á sínum þröng bás á meðan var hinn að byggja dómkirkju.  Viðhorf okkar hafa afgerandi áhrif á með hvað hætti við göngum til verka og hvaða árangri við náum. Sveitarfélagið Árborg þarf að ...

Sólheimar – endalok brautryðandastarfs og alþjóðlegar fyrirmyndar

Þriðjudaginn 5. júlí s.l. urðu Sólheimar 92 ára og því ber að fagna. Sólheimar eiga sér einstaka og merka sögu enda þekkir nánast hvert og eitt okkar til staðarins og veit af hinu merka samfélagi sem þar er. Sólheimar eru ekki minna þekktur staður erlendis og auðvelt að færa fyrir því sterk rök ...

Vöxtur Selfoss eða uppbygging Árborgar

Það er eðlilega forsíðufrétt að nærri 9 þúsund aðilar sæki um 52 lóðir á Selfossi.  Í fréttinni segir að gert sé ráð fyrir að íbúum fjölgi um 7% á þessu ári og að áfram verði vöxtur.  Þúsundir nýrra íbúa munu flytja á Selfoss á næstunni. Nýr skóli verður opnaður í haust í Bjarkarlandi í bráðabirgðahúsnæði ...

Að vera í takt við samfélagið

Grein rituð í Dagskránna, fréttablað Suðurlands ------------------------------------ Fyrir rétt um 12 árum stóð til að byggja 20 þúsund fermetra verslunarmiðstöð rétt utan við Selfoss við gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnbrautar. Þá var ýmsum brugðið og miklar áhyggjur voru af því að það myndi gera út af við verslun á Selfossi.  Margir mótmæltu og voru ósáttir við fyrirhugaða framkvæmd ...

Hellisheiði ekki lengur hluti af þjóðvegi 1?

Grein rituð í Morgunblaðið; --------------------------------------------------- Eftir nokkur ár verður staðan í samgöngumálum Sunnlendinga vonandi mjög breytt. Þjóðvegur 1 frá Reykjavík á Selfoss verður um Þrengsli, sem þá verður búið að tvöfalda.  Hellisheiði er í 374 metra hæð yfir sjávarmáli, en Þrengslin aðeins í 288 metra hæð yfir sjávarmáli, munurinn er 86 metrar.  Sé vilji til þess að halda ...

Að vera í takt við tímann og umhverfið

Grein rituð í Dagskránna; ------------------------------------------------------------------------   Það er okkur holt að taka í huganum skref aftur á bak, horfa á samfélagið og velta fyrir okkur hvað er og hvert við viljum fara. Suðurland er ólíkt Suðurnesjum, Eyrarbakki er ólíkur Selfossi, uppsveitir Árnessýslu eru ólíkar Ölfusinu.  Við eyðum því miður of oft miklum tíma, peningum og sköpum ágreining þegar við ...

Tækifæri velgengninnar

Grein rituð í Dagskránna; ------------------------------------------------------------------ Sveitarfélögin í Árnessýslu standa vel, það er gróska, það er uppbygging og það eru "allir glaðir".   Við höfum sem samfélag tvo valkosti; annars vegar að lifa í núinu og njóta þess að allt gengur vel og að vera ekkert að hreyfa of mikið við hlutunum.  Hins vegar höfum við tækifæri á ...