Vöxtur Selfoss eða uppbygging Árborgar

Það er eðlilega forsíðufrétt að nærri 9 þúsund aðilar sæki um 52 lóðir á Selfossi.  Í fréttinni segir að gert sé ráð fyrir að íbúum fjölgi um 7% á þessu ári og að áfram verði vöxtur.  Þúsundir nýrra íbúa munu flytja á Selfoss á næstunni. Nýr skóli verður opnaður í haust í Bjarkarlandi í bráðabirgðahúsnæði ...

Að vera í takt við samfélagið

Grein rituð í Dagskránna, fréttablað Suðurlands ------------------------------------ Fyrir rétt um 12 árum stóð til að byggja 20 þúsund fermetra verslunarmiðstöð rétt utan við Selfoss við gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnbrautar. Þá var ýmsum brugðið og miklar áhyggjur voru af því að það myndi gera út af við verslun á Selfossi.  Margir mótmæltu og voru ósáttir við fyrirhugaða framkvæmd ...

Hellisheiði ekki lengur hluti af þjóðvegi 1?

Grein rituð í Morgunblaðið; --------------------------------------------------- Eftir nokkur ár verður staðan í samgöngumálum Sunnlendinga vonandi mjög breytt. Þjóðvegur 1 frá Reykjavík á Selfoss verður um Þrengsli, sem þá verður búið að tvöfalda.  Hellisheiði er í 374 metra hæð yfir sjávarmáli, en Þrengslin aðeins í 288 metra hæð yfir sjávarmáli, munurinn er 86 metrar.  Sé vilji til þess að halda ...

Að vera í takt við tímann og umhverfið

Grein rituð í Dagskránna; ------------------------------------------------------------------------   Það er okkur holt að taka í huganum skref aftur á bak, horfa á samfélagið og velta fyrir okkur hvað er og hvert við viljum fara. Suðurland er ólíkt Suðurnesjum, Eyrarbakki er ólíkur Selfossi, uppsveitir Árnessýslu eru ólíkar Ölfusinu.  Við eyðum því miður of oft miklum tíma, peningum og sköpum ágreining þegar við ...

Tækifæri velgengninnar

Grein rituð í Dagskránna; ------------------------------------------------------------------ Sveitarfélögin í Árnessýslu standa vel, það er gróska, það er uppbygging og það eru "allir glaðir".   Við höfum sem samfélag tvo valkosti; annars vegar að lifa í núinu og njóta þess að allt gengur vel og að vera ekkert að hreyfa of mikið við hlutunum.  Hins vegar höfum við tækifæri á ...

Karlasamfélagið sem breytist ekki

Grein rituð í Morgunblaðið ________________________________________________________ Það er jafnrétti á Íslandi og við höfum góða samvisku.  Það er kvenna að sækja fram ef þær vilja vera í forystu og ef það eru ekki konur í forystu, þá er það ekki vandamál karla heldur kvenna.  Konur hópa sig saman, byggja upp tengslanet, halda fundi og ráðstefnur sem aðalega konur ...

Úti að aka eða inni að vinna

Að afloknum kosningum eru fastar í huga mér myndir af leiðtogum og oddvitum stjórnmálaflokka í bland við hefðbundna "frasa" hægri-, mið- og vinstrimanna.  Myndir af núverandi og tilvonandi þingmönnum að heimsækja alþýðu okkar lands, brosandi, hlæjandi og faðmandi hvern þann sem á vegi þeirra varð.  Þeir samskiptamiðlar sem ég nýti mér voru yfirteknir af boðskap ...

Samgöngur

Það er ekki hægt að gera þá kröfu á eina fámennestu þjóð Evrópu og þá strjábýlustu að hún haldi úti og fjármagni samgöngukerfi sem rúmlega 2 milljónir ferðamanna nýta. Það er ekki heldur hægt að halda því fram að við viljum að landsbyggðin geti vaxið og sé góður kostur til búsetu á meðan það er ódýrar ...

7% í hagnað

Grein rituð í Morgunblaðið. ___________________________________________ Á sama tíma og umræða á Íslandi er föst í því hvort einkarekin heilbrigðisþjónusta megi skila hagnaði eru nágrannaþjóðir okkar á öðrum stað. Fjöldi sjálfstæðra rekstraraðila, sjálfseignastofnanna og hagnaðardrifnna fyrirtækja hefur aukist mjög síðustu ár í Svíþjóð, þ.e. aðilar sem veita m.a. öldruðum og fólki með fötlun þjónustu. Þessir aðilar geta tekið út úr ...

Þetta skiptir máli

Einstaklingurinn á ávallt að vera ofar takmörkunum sínum. Því er fólk ekki fatlað, en það getur verið með fötlun.  Einstaklingur er ekki þroskaskertur, en einstaklingur getur verið með þroskaskerðingu. Það skiptir máli hvernig við tölum um hvort annað og við hvert annað.  Þessi grein mín var að birtast í nýjasta tölublaði Tímarits Þroskahjálpar.  

Eru söfnin á Eyrarbakka vannýtt auðlynd?

Grein sem ég ritaði í Dagskránna, fréttablað Suðurlands. Mikil fjölgun ferðamanna síðustu misseri hefur gefið okkur íslendingum ótrúleg tækifæri og breytt samfélagi okkar.  Þessum breytingum eigum við að fagna og tækifærin eiga að hvetja okkur til velta fyrir okkur nýjum möguleikum sem opnast við breyttar forsendur. Byggðasafn Árnesinga sinnir mikilvægu og merku starfi á Eyrarbakka, rekur safn ...

Rétturinn til að vera ég

Grein sem ég ritaði í Suðra, Héraðsfréttablað. _______________________ Orð geta allt, þau byggja upp og þau brjóta niður.  Orð geta sett af stað styrjöld og komið á friði. Orð hafa þann góða eiginleika að þegar við notum þau í samskiptum og lýsingum að þá erum við erum umfram annað að lýsa okkur sjálfum.  Við erum að lýsa siðferði ...

Einelti á netinu

Það hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum í umræðu um eineltismál að samfélagsmiðlar eru óspart nýttir þegar verið er að leggja einstakling í einelti.  Varnarleysi þolanda er nánast algjört þegar kemur að þessari tegund eineltis. Það er til fyrirmyndar verkefni það sem Barnaheill og Ríkislögreglustjóri reka í sameiningu en það er Ábendingalína. Í gegnum sérstakan hnapp er hægt ...

Einelti er ofbeldi

Einelti er ein birtingarmynd ofbeldis og ofbeldi á aldrei að þola.  Andlegt ofbeldi, líkmamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi er það ömurlegast sem nokkur manneskja getur beitt aðra manneskju og hefur áhrif á þolanda alla ævi. Þegar einstaklingur er beittur kynferðisofbeldi þá erum við (næstum því) hætt að tala um að þolandi hafi nú boðið upp á þetta ...

Óásættanlegt ástand

Grein sem ég ritaði í Sunnlenska fréttablaðið - það er bókstaflega hættuástand á Suðurlandi. Lögregla og sjúkraflutningamenn verða að fá stuðning og það verulegan til að takast á við þau verkefni sem þeim eru falin. ________________________________________________________________________________________________________________ Suðurlandsumdæmi er jafn stórt Belgíu og á svæðinu búa 23 þúsund manns.  Í uppsveitum Árnessýslu er fjölmennasta sumarhúsabyggð landsins og tvöfaldast oft ...

Sameining sveitarfélaga, skoðun sveitarstjórnarmanna

Fréttamiðillinn Pressan/Eyjan fjallar um samtöl sem Héraðsfréttablaðið Suðri átti við sveitarstjórnarmenn.  Það er samhljómur meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi -  í framtíðinni verður Árnessýsla eitt sveitarfélag. Mín skoðun er að því fyrr sem við tökum það skref því farsælla fyrir íbúa Árnessýslu.

Sveitarstjórn á móti áfengisfrumvarpi

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps tók fyrir beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um verslun með áfengi og tóbak (smásala áfengis). Áttu sér stað nokkrar umræður um frumvarpið í sveitarstjórn og voru niðurstöður þeirrar umræðu að allir fulltrúar í sveitarstjórn voru því sammála að "leggjast alfarið gegn því að frumvarpið verði að ...

Stærsta hagsmunamál íbúa Árnessýslu er sameining

Suðri fréttablað óskaði eftir skoðun minni og nokkra annara sveitarstjórnarmanna á sameiningu. Mín skoðun er; Að Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Árborg og Ölfuss sameinist er markmið sem við eigum að setja okkur. Þessi sveitarfélög eru að vinna sameiginlega að fjölda verkefna, en með sameiningu væri hægt að gera hlutina mun markvissar og ...

Nýjabæjarmálið og réttindagæsla á villigötum

Umfjöllun Kastljóss á svokölluðu Nýjabæjarmáli og kynferðisbrotum á fötluðum konum er í senn tímabært og vandað, þó málið sé ömurlegt. Mér finnst réttindagæsla fatlaðs fólks vera á villigötum. Mjög fljótlega eftir að rannsókn á svokölluðu Nýjabæjarmáli hófst frétti ég af rannsókninni. Mín fyrstu viðbrögð voru að hafa samband við réttindagæslumann fatlaðs fólks og spyrja hvort að réttindagæslumaður ...

Háskólanám á Suðurlandi – uppgjöf HÍ?

Nýverið var lögð fram skýrsla til rektors Háskóla Íslands er heitir; "Sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands".  Skýrsla þessi fjallar um fyrirkomulag og staðsetningu náms í íþrótta- og heilsufræði sem staðsett er á Laugarvatni. Nefndin leggur fram 4 tillögur; Grunnnám í íþrótta- og heilsufræði verði flutt til Reykjavíkur og skipulagt í samstarfi við ...

Ný heimasíða – aðgengilegar upplýsingar.

Heimasíða Grímsnes- og Grafningshrepps www.gogg.is hefur verið endurnýjuð á einstaklega skýran og glæsilegan hátt. Þetta er mjög vel heppnuð framkvæmd, sem á eftir að nýtast virkilega vel. Aðgengi að upplýsingum er mun betra en verið hefur auk þess sem íbúagátt gefur okkur íbúum aðgengi sem við höfum ekki áður haft í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins. Síðan gefur okkur auk þess ...

Búseta í tveimur sveitarfélögum, útsvari skipt milli tveggja sveitarfélaga?

Átti einstaklega gott samtal við þá félaga í Reykjavík síðdegis.  Ræddum um Grímsnes- og Grafningshrepp sem er fjölmennasta sveitarfélag á Suðurlandi auk þess að ræða öryggismál í sumarhúsabyggðum og breytta byggðaþróun. Ræddi einnig nauðsyn  þess að gerðar verði breytingar á útsvari, þannig að þeir aðilar sem halda tvö heimili eins og mjög margir gera greiði útsvar ...

Grímsnes- og Grafningshreppur er fjölmennasta sveitarfélag á Suðurlandi

Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga hafa gert stutta og mjög góða samantekt á fjölda sumarhúsa á Íslandi og á þróun fjölda þeirra. Í árslok 2013 voru skráð 12.574 sumarhús á Íslandi. 51% af heildarfjölda sumarhúsa er á Suðurlandi og af þeim eru langflest í Grímsnes- og Grafningshreppi eða 2.642, sem er 21% af heildarfjölda sumarhúsa á landinu. Á eftir Grímsnes ...

Vel heppnuð hátíð

Borg í sveit - alvöru sveitadagur var í fyrsta skipti haldin í gær í Grímsnes- og Grafningshrepp. Í verkefnið var farið að frumkvæði atvinnumálanefndar sveitarfélagsins þar sem Ása Valdís formaður, Kalli og Hildur tóku verkefnið föstum tökum og hafa síðustu vikur unnið mikið og gott starf við undirbúning.  Þeim lánaðist einstaklega vel bæði að virkja mikinn ...

Gamli leikskólinn seldur

Á fundi sveitarstjórnar þann 6 maí s.l. var tekin samhljóða ákvörðun um að selja gamla leikskólann við Borgarbraut 20. Það var sérstakt að taka ákvörðun um að selja þessa eign m.a. vegna þess að fyrir lá að það var mikill áhugi á að fá þessa eign leigða til að setja upp rekstur í henni.  Sveitarfélagið á ...

Miklar skuldir og áætlun sem ekki stenst

Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps var lagður fyrir sveitarstjórn á síðasta fundi þann 6 maí. Það er augljóst að ná þarf  betur utan um rekstur sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs (A hluta) var jákvæð um 26.7 m.kr. en áætlun hljóðaði upp á jákvæða niðurstöðu að fjárhæð 135.2 m.kr.  Þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu þá er þetta 108 m.kr. verri niðurstaða en ...

Tímamót

í dag var samþykkt í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að færa skólann heim. Þetta eru einstaklega góð tíðindi og eitt það besta við þessa breytingu er að það er breið samstaða um ákvörðunina. Málið hefur lengi verið til umfjöllunar í sveitarfélaginu og hefur verið djúpstæður ágreiningur um það. Með tíma, skólaþingi og faglegri vinnu hefur náðst breið ...

Endurskoðun á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps

Sveitarstjórn GOGG hefur ákveðið að fara í endurskoðuna á aðalskipulagi sveitarfélagsins, sem er fyllsta ástæða til. En sveitarstjórn ber að afloknum kosningum að ákveða hvort ástæða sé til að endurskoða gildandi aðalskipulag. Það er mikil uppbygging í sveitarfélaginu, ólíkar þarfir íbúa og kröfur. Það hefur væntanlega aldrei verið mikilvægar að marka skýra stefnu þar sem hagsmunir ...

Illa farið með fé sveitarfélaga?

Grein sem ég ritaði í Sunnlenska fréttablaðið þann 4 desember. Ljósleiðari inn á hvert heimili er krafan í dag og sveitarstjórnarmenn taka undir. Í stað þess að sameinast og krefjast þess með afgerandi hætti að ríkið tryggi lagningu ljósleiðara um landið er gefið eftir. Sveitarfélögin fara sjálf í verkefnið og mörg eru að undirbúa það að fara ...

Ráðuneyti lífsgæða

Ég fór fyrir nokkru í lærdómsríka fræðsluferð til Skotlands með sveitarstjórarmönnum. Margt fróðlegt og lærdómsríkt heyrðum við og sáum. Í þeirri ferð var m.a. sagt; "Hlutverk þess sem rekur spítala er að reka spítala, ekki að bæta heilsu fólks". Mér þótti þessi athugasemd "köld", en ég hef oft hugsað um þessi orð og velt þeim fyrir mér. Ég held ...

Mikilvægir hlutir unnir í sameiningu í sveitarstjórn

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps fundaði þann 20 ágúst s.l. þar sem sem fjöldi mála var afgreiddur.  Eins og svo oft þá sammæltust menn um flest mikilvæg mál. Ákveðið var að fresta afgreiðslu á erindi Orkuveitu Reykjavíkur um niðurrennslisholur á Nesjavöllum þar til umsagnir Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggja fyrir.  Vissulega eigum við að greiða götu framkvæmda, ...

Fagleg vinnubrögð eða bitlingar

Stjórnmál sem byggja á bitlingum eiga í besta falli að vera stjórnmál fortíðar en ekki stjórnmál nútíðar. Það er í senn niðurlægjandi, ófaglegt og óásættanlegt að slíkt sé látið viðgangast. Þeir aðilar sem veljast til starfa í sveitarstjórnum eiga ávallt að vinna að almannahagmunum en ekki sérhagsmunum. Fólki gengur yfirleitt gott eitt til, en vinnulag og reglur eða ...

Fjármál Grímsnes- og Grafningshrepps

Ný sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur tekið til starfa og hafa verið haldnir tveir fundir sveitarstjórnar. Fulltrúar K lista lögðu á það höfuðáherslu í kosningum til sveitarstjórnar að tekið yrði á skuldavanda sveitarfélagsins. Á fyrsta fundi sveitarstjórnar var meðal annars skipað í nefndir og önnur ábyrgðarstörf fyrir sveitarfélagið. Þar var tekin ákvörðun um að  1 maður á ...

Að horfast í augu við raunveruleikann

Oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps ritar grein í héraðsblöð og kvartar yfir því að K – listi óháðra skuli vekja athygli á skuldsetningu sveitarfélagsins. Þetta er alveg rétt hjá oddvitanum, K listinn hefur lagt á það áherslu að gera íbúum sveitarfélagsins grein fyrir því að Grímsnes- og Grafningshreppur skuldar 1 milljarð króna og að sveitarfélagið er með ...

Húsið og Eyrarbakki

Eftir rétt um eitt ár verður Húsið á Eyrarbakka 250 ára gamalt. Við Íslendingar eigum mjög fá hús sem eru svo gömul, en Húsið á Eyrarbakka er í senn eitt elsta og merkilegasta húsið á Íslandi. Húsið var byggt árið 1765 og var heimili faktora og verslunarstjóra Eyrarbakkaverslunarinnar fram á 20. öldina. Eyrarbakki var miðstöð verslunar ...

Þarf ríkið ekki að fara að samningum?

Nýverið féll dómur þar sem Hæstiréttur snéri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi íslenska ríkinu í vil í máli sem Sólheimar höfðuðu gegn íslenska ríkinu. Mál þetta er í eðli sínu einfalt, Sólheimar og velferðarráðuneytið höfðu gert með sér þjónustusamning þann 8. maí árið 2004, samning sem rann út þann 31. desember árið 2008.  Áður en ...

Ánægjuleg sinnaskipti velferðarráðherra

Viðtal er við velferðarráðherra á forsíðu fréttablaðsins þann 6 júní þar sem ráðherra gengur rösklega  fram og boðar aukið eftirlit með meðferðarstofnunum.  Gera þurfi eftirlit óháðara og sjálfstæðara en verið hefur, enda hefur þetta að sögn ráðherra verið á hendi sömu aðila og semja um starfsemina.  Til að auka enn vægi orða sinna vísar ráðherra ...

Eitt land – ekkert sveitarfélag

Ísland er eitt kjördæmi, á Íslandi eru ekki sveitarfélög, á Íslandi er sami réttur fyrir alla íslendinga óháð búsetu.  Þetta væri væntanlega fyrirkomulagið ef menn kæmu að því verkefni að búa til stjórnskipulag og væru ekki fastir í fjötrum fortíðar. Þjóð sem telur um 300 þúsund manns er í raun aðeins þolanleg stærð sveitarfélags í flestum ...

Blessun ríkisvæðingar og bölvun þeirra sem starfa sjálfstætt

Mjög hefur verið vegið að sjálfstætt starfandi aðilum í fjölmiðlum upp á síðkastið og undirritaður ekki í aðstöðu til að meta hvað er rétt og hvað er rangt í þeirri umræðu.  Sú sorglega staðreynd er þó fyrir hendi að þeim stöðum sem lent hafa í þessari orrahríð hefur verið/verður  lokað. Það sækir vissulega að manni  sú ...

Verður búsetuúrræðum fyrir fatlaða á landsbyggðinni lokað?

Í desember s.l. samþykkti alþingi lög um málefni fatlaðs fólks.  Í 10 grein þeirra laga segir; „Húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk samkvæmt lögum þessum skulu vera í íbúðabyggð, sbr. skipulagslög.  Jafnframt skulu húsnæðisúrræðin staðsett nærri almennri og opinberri þjónustu sé þess nokkur kostur“. Sem betur fer þá hefur um árabil fötluðu fólki staðið til boða búsetuúrræði til sveita ...

Opið bref til félagsmálaráðherra

Ágæti  félagsmálaráðherra. Staða Sólheima er mjög alvarleg.  Eins og þér er kunnugt  hefur hvorki þú né ráðuneyti félagsmála gert nokkurn hlut til þess að laga þá stöðu né tryggja íbúum Sólheima það öryggi sem þeir kalla  eftir. Fulltrúaráð Sólheima hefur sent út ákall um að úr málum verði leyst, ákall sem undirrituðum var falið að fylgja eftir.  ...

Excel ákvarðanir í málaflokki fatlaðra

Það eru því miður mörg mál sem félagsmálaráðuneytið hefur forðast að takast á við og vinna úr þegar kemur að fötluðu fólki og er nýútkomin skýrsla Ríkisendurskoðunar ágætt yfirlit yfir sorglega ákvarðanafælni fagráðuneytis í að byggja upp lagaramma og að vera stefnumótandi á framsækinn hátt í málefnum fatlaðra. Það er með algjörum ólíkindum að sveitarfélög skuli ...

Niðurskurður eða ný hugsun

Breski ráðherrann Francis Maude hefur kynnt einhverjar þær róttækustu breytingar í opinberum rekstri sem komið hafa fram í Bretlandi frá því á áttunda áratugnum.  Í þeim hugmyndum er horft á alla þætti s.s. afplánun fanga, velferðarmál, málefni barna og rekstur Ríkisskattstjóra. Unnið skal að því að „frelsa“ opinbera stjórnsýslu með því að koma fram með róttækar ...