Við erum að eyða fóstrum vegna viðhorfa

Pistill á mbl - Smartland Mörtu Maríu ____________________________________________________________ Árið er 2014 og móðir á von á barni.  Móðirin kemst að því að barnið er með Downs heilkenni.  Hún verður hrædd.  Það vakna spurningar.  Það er eins og það séu allir tilbúnir til að stíga fram og tala um allt það sem getur mögulega farið úrskeiðis og verið ...

7% í hagnað

Grein rituð í Morgunblaðið. ___________________________________________ Á sama tíma og umræða á Íslandi er föst í því hvort einkarekin heilbrigðisþjónusta megi skila hagnaði eru nágrannaþjóðir okkar á öðrum stað. Fjöldi sjálfstæðra rekstraraðila, sjálfseignastofnanna og hagnaðardrifnna fyrirtækja hefur aukist mjög síðustu ár í Svíþjóð, þ.e. aðilar sem veita m.a. öldruðum og fólki með fötlun þjónustu. Þessir aðilar geta tekið út úr ...

Þetta skiptir máli

Einstaklingurinn á ávallt að vera ofar takmörkunum sínum. Því er fólk ekki fatlað, en það getur verið með fötlun.  Einstaklingur er ekki þroskaskertur, en einstaklingur getur verið með þroskaskerðingu. Það skiptir máli hvernig við tölum um hvort annað og við hvert annað.  Þessi grein mín var að birtast í nýjasta tölublaði Tímarits Þroskahjálpar.  

Ekki tapa gleðinni

Held að það sé aðeins eitt sem er mikilvægara en að vera glaður og það er að gleðja aðra. Við þurfum á gleði að halda, sem einstaklingur, sem samfélag, vinnustaður og sem þjóð.  Gleðitilfinningin er góð og það er gott að finna til gleði. Merkilegt er þegar við sjáum ofsjónum yfir gleði annara, það er eins og ...

Rétturinn til að vera ég

Grein sem ég ritaði í Suðra, Héraðsfréttablað. _______________________ Orð geta allt, þau byggja upp og þau brjóta niður.  Orð geta sett af stað styrjöld og komið á friði. Orð hafa þann góða eiginleika að þegar við notum þau í samskiptum og lýsingum að þá erum við erum umfram annað að lýsa okkur sjálfum.  Við erum að lýsa siðferði ...

Einelti á netinu

Það hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum í umræðu um eineltismál að samfélagsmiðlar eru óspart nýttir þegar verið er að leggja einstakling í einelti.  Varnarleysi þolanda er nánast algjört þegar kemur að þessari tegund eineltis. Það er til fyrirmyndar verkefni það sem Barnaheill og Ríkislögreglustjóri reka í sameiningu en það er Ábendingalína. Í gegnum sérstakan hnapp er hægt ...

Einelti er ofbeldi

Einelti er ein birtingarmynd ofbeldis og ofbeldi á aldrei að þola.  Andlegt ofbeldi, líkmamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi er það ömurlegast sem nokkur manneskja getur beitt aðra manneskju og hefur áhrif á þolanda alla ævi. Þegar einstaklingur er beittur kynferðisofbeldi þá erum við (næstum því) hætt að tala um að þolandi hafi nú boðið upp á þetta ...

Sameining sveitarfélaga, skoðun sveitarstjórnarmanna

Fréttamiðillinn Pressan/Eyjan fjallar um samtöl sem Héraðsfréttablaðið Suðri átti við sveitarstjórnarmenn.  Það er samhljómur meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi -  í framtíðinni verður Árnessýsla eitt sveitarfélag. Mín skoðun er að því fyrr sem við tökum það skref því farsælla fyrir íbúa Árnessýslu.

Stærsta hagsmunamál íbúa Árnessýslu er sameining

Suðri fréttablað óskaði eftir skoðun minni og nokkra annara sveitarstjórnarmanna á sameiningu. Mín skoðun er; Að Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Árborg og Ölfuss sameinist er markmið sem við eigum að setja okkur. Þessi sveitarfélög eru að vinna sameiginlega að fjölda verkefna, en með sameiningu væri hægt að gera hlutina mun markvissar og ...

Nýjabæjarmálið og réttindagæsla á villigötum

Umfjöllun Kastljóss á svokölluðu Nýjabæjarmáli og kynferðisbrotum á fötluðum konum er í senn tímabært og vandað, þó málið sé ömurlegt. Mér finnst réttindagæsla fatlaðs fólks vera á villigötum. Mjög fljótlega eftir að rannsókn á svokölluðu Nýjabæjarmáli hófst frétti ég af rannsókninni. Mín fyrstu viðbrögð voru að hafa samband við réttindagæslumann fatlaðs fólks og spyrja hvort að réttindagæslumaður ...

Að eiga sér fyrirmynd

Fyrir 30 árum gekk Reynir Pétur hringinn í kringum Ísland og var tilgangur göngunnar að safna fé þannig að hægt yrði að byggja íþróttaleikhús á Sólheimum. Íslandsgangan varð þó mjög fljótt miklu meira en fjársöfnun. Fram á sjónarsviðið hafði stigið heilsteyptur, einlægur og sjarmerandi einstaklingur sem náði að heilla þjóðina á þann hátt sem ekki hafði verið ...

Downs heilkenni – frábær mynd

Það er hægt að fara svo margar ólíkar leiðir að því að kynna fyrir fólki Downs heilkenni. Það skiptir einnig svo miklu máli hvernig það er gert, því fyrst og síðast er fólk - fólk. Í þessari stuttu mynd er fylgst með þremur einstaklingum sem eru með Downs heilkenni, rætt við þau og vini þeirra. Þeim 13 mínútum ...

Umfjöllun um kynferðisbrot

Nýlega voru fluttar fréttir af kynferðisbroti sem ítrekað var tengt Sólheimum.  DV opnar málið og aðrir fjölmiðlar (MBL, visir & RUV)  fylgja í kjölfarið.  Margt er sagt; "Lögreglan er með til rannsóknar kynferðisbrot gegn fatlaðri konu á Sólheimum" "meint kynferðisbrot gegn vistmanni á Sólheimum" "lögregla staðfestir að vistmaður á Sólheimum eigi í hlut og að meintur gerandi sé ...

Opið bréf til alþingismanna

  Opið bréf til alþingismanna Í dag þann 21.3. er alþjóðadagur Downs heilkennis. Sameinuðu þjóðirnar lýstu því yfir árið 2012 að dagurinn hefði það að markmiði að auka skilning á Downs heilkenninu og minnka aðgreiningu þeirra einstaklinga sem eru með Downs. Það er ekki tilviljun að 21. mars skyldi valinn. Downs heilkennið er orsakað af auka litning í ...

Þarf ríkið ekki að fara að samningum?

Nýverið féll dómur þar sem Hæstiréttur snéri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi íslenska ríkinu í vil í máli sem Sólheimar höfðuðu gegn íslenska ríkinu. Mál þetta er í eðli sínu einfalt, Sólheimar og velferðarráðuneytið höfðu gert með sér þjónustusamning þann 8. maí árið 2004, samning sem rann út þann 31. desember árið 2008.  Áður en ...

Mismunun fóstra

Fluttar hafa verið fréttir af því upp á síðkastið að 99% kvenna í Danmörku fari í fóstureyðingu ef rannsókn sýnir að barnið muni fæðast með Downs – heilkenni.  Samkvæmt frásögn yfirlæknis kvennadeildar Landspítalans eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem kjósa að ganga með á Íslandi ef þeir vita að fóstur er með Downs ...

Hin fullkomnu börn

Síðustu mánuði og misseri hefur ítrekað verið fjallað um einstaklinga / fóstur sem hafa Downs heilkenni.  Sú umræða hefur oftar en ekki verið í senn ljót og meiðandi. Fluttar hafa t.d. verið fréttir af því að fyrir lok árs verði hægt með því að taka blóðprufu úr móður að greina hvort fóstur hafi Downs heilkenni.  Það ...

Ánægjuleg sinnaskipti velferðarráðherra

Viðtal er við velferðarráðherra á forsíðu fréttablaðsins þann 6 júní þar sem ráðherra gengur rösklega  fram og boðar aukið eftirlit með meðferðarstofnunum.  Gera þurfi eftirlit óháðara og sjálfstæðara en verið hefur, enda hefur þetta að sögn ráðherra verið á hendi sömu aðila og semja um starfsemina.  Til að auka enn vægi orða sinna vísar ráðherra ...

Alþjóðadagur Downs einstaklinga 2011

Alþjóðadagur Downs einstaklinga er í dag mánudaginn 23 mars. Í meðfylgjandi myndbandi sem er vel þess virði að njóta koma tölurnar 213 og 321 ítrekað fyrir og þá er verið að vísa í dagsetninguna 21.3. Sú dagsetning er fundin út frá því að Downs einstaklingur fær einum litning meira en við hin, þ.e. 3 litninga ...

Hugmyndafræði eða fólk

Mjög hefur verið vegið að Öskjuhlíðarskóla fyrir það að hann skuli vera sérskóli. Það skiptir ekki máli hvort skólinn er góður eða slæmur, vilji foreldra og barna skiptir litlu máli. Skólinn er sérskóli og sérskólar eiga ekki að vera til í hugmyndafræði samtímans. Því er val til ama, því má fatlað fólk ekki hafa val eins ...

Eitt land – ekkert sveitarfélag

Ísland er eitt kjördæmi, á Íslandi eru ekki sveitarfélög, á Íslandi er sami réttur fyrir alla íslendinga óháð búsetu.  Þetta væri væntanlega fyrirkomulagið ef menn kæmu að því verkefni að búa til stjórnskipulag og væru ekki fastir í fjötrum fortíðar. Þjóð sem telur um 300 þúsund manns er í raun aðeins þolanleg stærð sveitarfélags í flestum ...

Blessun ríkisvæðingar og bölvun þeirra sem starfa sjálfstætt

Mjög hefur verið vegið að sjálfstætt starfandi aðilum í fjölmiðlum upp á síðkastið og undirritaður ekki í aðstöðu til að meta hvað er rétt og hvað er rangt í þeirri umræðu.  Sú sorglega staðreynd er þó fyrir hendi að þeim stöðum sem lent hafa í þessari orrahríð hefur verið/verður  lokað. Það sækir vissulega að manni  sú ...

Verður búsetuúrræðum fyrir fatlaða á landsbyggðinni lokað?

Í desember s.l. samþykkti alþingi lög um málefni fatlaðs fólks.  Í 10 grein þeirra laga segir; „Húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk samkvæmt lögum þessum skulu vera í íbúðabyggð, sbr. skipulagslög.  Jafnframt skulu húsnæðisúrræðin staðsett nærri almennri og opinberri þjónustu sé þess nokkur kostur“. Sem betur fer þá hefur um árabil fötluðu fólki staðið til boða búsetuúrræði til sveita ...

Opið bref til félagsmálaráðherra

Ágæti  félagsmálaráðherra. Staða Sólheima er mjög alvarleg.  Eins og þér er kunnugt  hefur hvorki þú né ráðuneyti félagsmála gert nokkurn hlut til þess að laga þá stöðu né tryggja íbúum Sólheima það öryggi sem þeir kalla  eftir. Fulltrúaráð Sólheima hefur sent út ákall um að úr málum verði leyst, ákall sem undirrituðum var falið að fylgja eftir.  ...

Excel ákvarðanir í málaflokki fatlaðra

Það eru því miður mörg mál sem félagsmálaráðuneytið hefur forðast að takast á við og vinna úr þegar kemur að fötluðu fólki og er nýútkomin skýrsla Ríkisendurskoðunar ágætt yfirlit yfir sorglega ákvarðanafælni fagráðuneytis í að byggja upp lagaramma og að vera stefnumótandi á framsækinn hátt í málefnum fatlaðra. Það er með algjörum ólíkindum að sveitarfélög skuli ...

Niðurskurður eða ný hugsun

Breski ráðherrann Francis Maude hefur kynnt einhverjar þær róttækustu breytingar í opinberum rekstri sem komið hafa fram í Bretlandi frá því á áttunda áratugnum.  Í þeim hugmyndum er horft á alla þætti s.s. afplánun fanga, velferðarmál, málefni barna og rekstur Ríkisskattstjóra. Unnið skal að því að „frelsa“ opinbera stjórnsýslu með því að koma fram með róttækar ...

Nýsköpun, nei takk

Í Evrópu svo ekki sé nú talað um Bandaríkin þá er á það lögð höfuðáhersla að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu í búsetu jafnt sem atvinnumálum fyrir fatlað fólk.  Í þessum löndum er það ekki venja að ríki og sveitarfélög séu rekstraraðilar að þessari þjónustu. Ríki og sveitarfélög eru greiðendur og eftirlitsaðilar, en sjaldnast  rekstraraðilar.  Margar ...

Málefni fatlaðra hjá fötluðum

Að óbreyttu verður málaflokkur fatlaðra fluttur frá ríki til sveitarfélaga eftir 12 vikur.  Lagafrumvarp er ekki komið fram, það liggur fyrir að ekkert eftirlitskerfi er né verður til staðar í náinni framtíð.  Við þetta bætist svo að úttekt Ríkisendurskoðunar á stöðu málaflokksins í dag og á yfirfærslunni er einn stór áfellisdómur. Það er búið að veltast ...

Ný hugsun í málefnum fatlaðs fólks

    Við ríkjandi aðstæður í okkar þjóðfélagi  þarf kjark og nýjar nálganir. Skilgreina betur en áður einstaka málaflokka og skoða jafnt kostnað sem réttindi. Málefni fatlaðra eru  ekki undanskilin. Breyta þarf um nálgun og beita nýjum hugsunarhætti. Tryggja verður  fötluðum öflugan stuðning en með þeim hætti að ýtrustu hagkvæmni sé gætt og að réttindi til mannsæmandi lífsskilyrða ...