Nú er hátíð ljóss og friðar. Ég hef stundum velt fyrir mér hvers vegna talað er um ljós og hátíð ljóssins. Mögulega er ástæða þess að í jólaguðspjallinu nefnir Jóhannes guðspjallamaður aldrei fæðingu heldur talar hann um líf og ljós er Jesú fæðist. Við sem búum á okkar fallega landi vitum að hver árstíð er ...
Ölfuss og Árborg í eina sæng
Hugleiðing rituð í Dagskránna. Það væri áhugavert að vita hug íbúa Ölfuss og Árborgar hvað varðar sameiningu þessara tveggja öflugu sveitarfélaga. Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim metnaði og þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sérð stað í Ölfusi undanfarin ár og ekki er slakað á heldur frekar bætt í. Á sama tíma hefur íbúafjölgun ...
Að fjárfesta í fortíð eða framtíð
Það vekur athygli þegar opinber stofnun auglýsir eftir tæpum tíu þúsund fermetrum miðsvæðis í Reykjavík fyrir skrifstofur og ætlar sér að gera leigusamning til 30 ára. Maður spyr sig, er hér horft til hefða fortíðar eða tækifæra framtíðar? Skatturinn er sá aðili sem er að leita að húsnæði og telur farsælast að koma öllu sínu starfsfólki ...
Að koma heim í stutt frí
Grein rituð í Dagskránna. Það er búið að helluleggja og ganga virkilega fallega frá gangstéttinni í þorpinu mínu. Ég held að það séu óvenju margir sem eru í út í garði að rækta matjurtir. Það er víða verið að bæta og breyta. Það er verið að byggja ný hús og nýjar íbúðir í liltu þorpi þar ...
Heimsókn í Smiðshús
Spjall og skoðunarferð um heimili okkar fjölskyldunnar Smiðshús á Eyrarbakka.
Heimsókn frá Hringbraut
Sjöfn Þórðar dagskrágerðarkona og umsjónarmaður þáttarinns Fasteignir og heimili heimsótti okkur hjónin heim í Smiðshús á Eyrarbakka. Meðfylgjandi er umfjöllun um heimsóknina.
Uppbygging í Árborg, næstu skref
Nú þegar uppbygging er að hefjast í Björkustykki er rétt að spyrja, hvað svo? Eitt verðmætasta og mest spennandi land sveitarfélagsins er á milli þorpana við ströndina. Þar eru mikil tækifæri til uppbyggingar bæði á atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Þorpin við ströndina eru fjölmenn og einstök hvort á sinn hátt. Það átta sig ekki allir á því ...
Fjölbreytt, fróðlegt og skemmtilegt
Þú ert velkomin(n) á BRIM kvikmyndhátíð á Eyrarbakka á laugardaginn kemur þann 28 september. Það eru í boði 14 viðburðir á Bakkanum, viðburðir sem eru fræðandi, skemmtilegir, jákvæðir, umhverfisvænir og mannbætandi. Þú getur farið í bíó á Litla Hraun, í Húsið eða heim til Drífu. Séð stuttmynd eftir nemendur 9 bekkjar Barnaskólans á Eyrarbakka og ...
Spjall á Hringbraut um BRIM kvikmyndahátíð
https://youtu.be/pPkTqjC7miU?t=1209
BRIM, hver er hugmyndin á bak við hátíðina
Stutt viðtal í Dagskránni þar sem ég segi frá hugmyndinni á bak við BRIM kvikmyndahátíð á Eyrarbakka.
Það er gaman að eldast
Morgunblaðið var hugulsamt og hafði samband þegar ég fagnaði 50 árum. Stutt yfirferð um fortíð og framtíð...
Tækifæri í framhaldi af úttekt á rekstri og stjórnsýslu Árborgar
Það var skynsöm ákvörðun bæjarstjórnar Árborgar að staldra við og láta gera úttekt á rekstri og stjórnsýslu sveitarfélagsins. Það sést glöggt á lestri skýrslunnar að vandað var til verka. Á borðinu eru 132 tillögur sem geta gert þjónustuna betri og reksturinn hagkvæmari. Meðal atriða er að hvatt er til rafrænnar stjórnsýslu og bent á mikilvægi staðsetningar ...
Menningarhús eða salur?
http://www.dfs.is/2018/11/16/menningarhus-eda-salur/ Það er mikið fagnaðarefni að þingmenn Suðurkjördæmis leggi fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á mennta- og menningarmálaráðherra varðandi uppbyggingu á menningarhúsi / sal fyrir Sunnlendinga. Að þingmennirnir tilgreini það sérstaklega að menningarhús Sunnlendinga skuli vera frágangur á ófullgerðum 36 ára gömlum sal í miðju hóteli, þar sem sé hallandi gólf, gryfja fyrir hljómsveit og ...
Misvísandi upplýsingar Landsspítala
Gott viðtal í Fréttablaðinu við mæðgur frá USA og dóttir sem er með Downs heilkenni. Ótrúlegt að það skuli vera gjá milli orða starfsfólks Landsspítala og tölulegra upplýsinga sem sami spítali leggur fram! Samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráðherra þá var þeim fóstrum sem voru greind með Downs heilkenni árin 2007 til 2012 öllum eytt. Samkvæmt skrám Landsspítala fyrir árin ...
Börn í útrýmingarhættu
Kanadísku Downs samtökin hafa hafið alþjóðlega herferð til að fá einstaklinga með Downs heilkenni skráða í útrýmingarhættu á hinn Rauða lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna sem er hinn opinberi og alþjóðlegi listi yfir tegundir í útrýmingarhættu. Það er í senn athyglisvert og dapurt að í fjölda landa eru nauðsynleg skilyrði þess að vera í útrýmingarhættu uppfyllt, þegar þau ...
Stóra ástin í lífinu
Charles de Gaulle er talinn einn merkasti maður Frakklands. Neitaði að gefast upp fyrir Hitler, leiddi andspyrnu Frakka í síðari heimstyrjöldinni og leiðtogi útlagastjórnarinnar. Var falið að endurskrifa stjórnarskrá Frakklands. Forseti Frakklands í áratug. Charles De Gaulle De Gaulle átti þrjú börn og þótti fjölskyldufaðrinn frekar fámáll og sinnulaus gagnvart fjölskyldu sinni. En allt var öðruvísi ...
Að vera í takt við samfélagið
Grein rituð í Dagskránna, fréttablað Suðurlands ------------------------------------ Fyrir rétt um 12 árum stóð til að byggja 20 þúsund fermetra verslunarmiðstöð rétt utan við Selfoss við gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnbrautar. Þá var ýmsum brugðið og miklar áhyggjur voru af því að það myndi gera út af við verslun á Selfossi. Margir mótmæltu og voru ósáttir við fyrirhugaða framkvæmd ...
Íslensk skyr, íslenskt og í eigu íslendinga
Er búinn að vera duglegur að fá mér Siggi´s skyr hér í California, enda ekki annað hægt, skyrið til á öllum betri stöðum s.s. Starbucks, Whole Foods, etc. Einstaklega góð vara, vel markaðssett og í fallegum umbúðum. Það er tvennt sem vel er dregið fram, þ.e. SKYR & ÍSLAND. Vörunni er meira að segja dreyft ...
Það sem ég lærði sem sveitarstjórnarmaður
Ég er þakklátur fyrir það tækifæri sem ég fékk með því að vera kjörinn í sveitarstjórn. Margt gott hefur lærst á þessum árum og skilningur á verkefnum samfélagsins er meiri og betri en áður. Hef oft velt því fyrir mér hvað ég hefði viljað sjá með öðrum hætti og hverju ég tel mikilvægt að breyta. Það þarf ...
Skortur á hamingju
Grein rituð í Suðra, héraðsfréttablað; --------------- Hamingjusamur einstaklingur sem nýtur á einlægan hátt hamingju er lánsamur einstaklingur. Það er svo merkilegt með hamingjuna, hún er svolítið eins og ástin, þegar hún nær í gegn á sinn einlæga hátt að þá tekur hún eiginlega af manni öll völd. Maður fer að hegða sér öðruvísi og að gera aðra hluti. Það ...
Alþjóðadagur einstaklinga með Downs
Þann 21.3 er alþjóðadagur einstaklinga með Downs heilkenni og því ber að fagna. Til að vekja athygli á deginum förum við í mislita og ósamstæða sokka og fögnum fjölbreytileikanum. Í tilefni dagsins er gert myndband, sem er vel þess virði að horfa á ---- ef það er eitthvað sem vantar í þessa veröld okkar, þá eru það ...
Hellisheiði ekki lengur hluti af þjóðvegi 1?
Grein rituð í Morgunblaðið; --------------------------------------------------- Eftir nokkur ár verður staðan í samgöngumálum Sunnlendinga vonandi mjög breytt. Þjóðvegur 1 frá Reykjavík á Selfoss verður um Þrengsli, sem þá verður búið að tvöfalda. Hellisheiði er í 374 metra hæð yfir sjávarmáli, en Þrengslin aðeins í 288 metra hæð yfir sjávarmáli, munurinn er 86 metrar. Sé vilji til þess að halda ...
Óþolandi lífshætta við Kerið í Grímsnesi.
Uppbygging þjónustu við náttúruperlur er til fyrimyndar og það er ánægjulegt að sjá hversu mikið af ferðamönnum stoppar til að njóta fegurðar Kersins í Grímsnesi og greiða fyrir það hóflegt gjald. Það er jafn óþolandi að horfa upp á það skelfilega ástand sem er á umferð að, frá og við Kerið. Núverandi aðkoma að Kerinu er ...
Að vera í takt við tímann og umhverfið
Grein rituð í Dagskránna; ------------------------------------------------------------------------ Það er okkur holt að taka í huganum skref aftur á bak, horfa á samfélagið og velta fyrir okkur hvað er og hvert við viljum fara. Suðurland er ólíkt Suðurnesjum, Eyrarbakki er ólíkur Selfossi, uppsveitir Árnessýslu eru ólíkar Ölfusinu. Við eyðum því miður of oft miklum tíma, peningum og sköpum ágreining þegar við ...
Tækifæri velgengninnar
Grein rituð í Dagskránna; ------------------------------------------------------------------ Sveitarfélögin í Árnessýslu standa vel, það er gróska, það er uppbygging og það eru "allir glaðir". Við höfum sem samfélag tvo valkosti; annars vegar að lifa í núinu og njóta þess að allt gengur vel og að vera ekkert að hreyfa of mikið við hlutunum. Hins vegar höfum við tækifæri á ...
Karlasamfélagið sem breytist ekki
Grein rituð í Morgunblaðið ________________________________________________________ Það er jafnrétti á Íslandi og við höfum góða samvisku. Það er kvenna að sækja fram ef þær vilja vera í forystu og ef það eru ekki konur í forystu, þá er það ekki vandamál karla heldur kvenna. Konur hópa sig saman, byggja upp tengslanet, halda fundi og ráðstefnur sem aðalega konur ...
Úti að aka eða inni að vinna
Að afloknum kosningum eru fastar í huga mér myndir af leiðtogum og oddvitum stjórnmálaflokka í bland við hefðbundna "frasa" hægri-, mið- og vinstrimanna. Myndir af núverandi og tilvonandi þingmönnum að heimsækja alþýðu okkar lands, brosandi, hlæjandi og faðmandi hvern þann sem á vegi þeirra varð. Þeir samskiptamiðlar sem ég nýti mér voru yfirteknir af boðskap ...
Samgöngur
Það er ekki hægt að gera þá kröfu á eina fámennestu þjóð Evrópu og þá strjábýlustu að hún haldi úti og fjármagni samgöngukerfi sem rúmlega 2 milljónir ferðamanna nýta. Það er ekki heldur hægt að halda því fram að við viljum að landsbyggðin geti vaxið og sé góður kostur til búsetu á meðan það er ódýrar ...
Við erum að eyða fóstrum vegna viðhorfa
Pistill á mbl - Smartland Mörtu Maríu ____________________________________________________________ Árið er 2014 og móðir á von á barni. Móðirin kemst að því að barnið er með Downs heilkenni. Hún verður hrædd. Það vakna spurningar. Það er eins og það séu allir tilbúnir til að stíga fram og tala um allt það sem getur mögulega farið úrskeiðis og verið ...
7% í hagnað
Grein rituð í Morgunblaðið. ___________________________________________ Á sama tíma og umræða á Íslandi er föst í því hvort einkarekin heilbrigðisþjónusta megi skila hagnaði eru nágrannaþjóðir okkar á öðrum stað. Fjöldi sjálfstæðra rekstraraðila, sjálfseignastofnanna og hagnaðardrifnna fyrirtækja hefur aukist mjög síðustu ár í Svíþjóð, þ.e. aðilar sem veita m.a. öldruðum og fólki með fötlun þjónustu. Þessir aðilar geta tekið út úr ...
Að vera fyrirmyndar fyrirmynd
Grein sem ég ritaði í SUÐRA / Pressuna. -------------------------------------------------------------------------- Það er eitt mikilvægara en að eiga góða fyrirmynd, það er að vera góð fyrirmynd. Við þurfum að taka eftir góðum fyrirmyndum og vekja athygli á þeim svo að við getum fleiri notið þeirra og lært af. Fólkið sem gerir "meira" er okkur fyrirmynd. Fólk sem gefur af tíma sínum ...
Að búa til óvin og gefa honum stöðu
Grein sem ég ritaði í Morgunblaðið. ______________________________________________________ Árið 1957 skutu Rússar á loft fyrsta gervitunglinu, Sputnik. Gervitungli sem fór yfir Bandaríkin á 90 mínútna fresti. Bandaríkjamenn gjörsamlega töpuðu sér og það varð heiminum augljóst að sú þjóð sem Bandaríkin hræddust var Rússland. Það voru Bandaríkin sem gáfu Rússum þá stöðu að vera jafnokar Bandaríkjana með því að ...
Sólheimar
Samtal við Morgunblaðið um það sem var, er og hvað við getum gert betur.
Kópavogshæli, erum við á sama stað í dag?
Grein sem ég ritaði í Morgunblaðið. _________________________________________ Þær lýsingar sem koma fram í skýrslu Vistheimilisnefndar um Kópavogshæli eru sláandi og dapur vitnisburður um það samfélag sem var fyrir áratugum. Við eigum að finna til þegar við lesum um hluti sem eru óboðlegir og eiga ekki að geta gerst hvort heldur atburðir eiga sér stað í nútíð eða fortíð. ...
Að ritskoða lífshamingjuna
Að það geti gerst árið 2016 í Frakklandi að það sé bannað að sýna í sjónvarpi stutt myndband á þeim grundvelli að myndbandið sýni hamingjusama einstaklinga með Down Syndrome. Það er talið óviðeigandi vegna þess að það kann að valda þeim konum/mæðrum sem hafa tekið aðra ákvörðun á meðgöngu hugarangri. Ef það er einn hlutur í ...
Mér finnst gott að fara í kirkju
Ég nýti flest þau tækifæri sem ég hef til að bregða mér inn í kirkju og gildir þá einu hvort ég er að ferðast innanlands eða erlendis. Það er gott að koma í kirkju, kirkjur tala til mín á mismunandi hátt. Kirkjur spila á tilfinningar, í einni er upplifun að biðjast fyrir, í annari að ...
Þetta skiptir máli
Einstaklingurinn á ávallt að vera ofar takmörkunum sínum. Því er fólk ekki fatlað, en það getur verið með fötlun. Einstaklingur er ekki þroskaskertur, en einstaklingur getur verið með þroskaskerðingu. Það skiptir máli hvernig við tölum um hvort annað og við hvert annað. Þessi grein mín var að birtast í nýjasta tölublaði Tímarits Þroskahjálpar.
Borgum niður áður en við eyðum
Það sem skiptir máli fyrir þessar kosningar er margt. Þessa daganna er verið að lofa og flest er það eitthvað sem við getum öll verið sammála um að er þarft. Það sem er þó grundvöllur þess að við getum byggt upp okkar samfélag af metnaði er að við greiðum niður skuldir. Blaðamaður Fréttablaðsins hafði samband og ...
Eru söfnin á Eyrarbakka vannýtt auðlynd?
Grein sem ég ritaði í Dagskránna, fréttablað Suðurlands. Mikil fjölgun ferðamanna síðustu misseri hefur gefið okkur íslendingum ótrúleg tækifæri og breytt samfélagi okkar. Þessum breytingum eigum við að fagna og tækifærin eiga að hvetja okkur til velta fyrir okkur nýjum möguleikum sem opnast við breyttar forsendur. Byggðasafn Árnesinga sinnir mikilvægu og merku starfi á Eyrarbakka, rekur safn ...
Ekki tapa gleðinni
Held að það sé aðeins eitt sem er mikilvægara en að vera glaður og það er að gleðja aðra. Við þurfum á gleði að halda, sem einstaklingur, sem samfélag, vinnustaður og sem þjóð. Gleðitilfinningin er góð og það er gott að finna til gleði. Merkilegt er þegar við sjáum ofsjónum yfir gleði annara, það er eins og ...
Rétturinn til að vera ég
Grein sem ég ritaði í Suðra, Héraðsfréttablað. _______________________ Orð geta allt, þau byggja upp og þau brjóta niður. Orð geta sett af stað styrjöld og komið á friði. Orð hafa þann góða eiginleika að þegar við notum þau í samskiptum og lýsingum að þá erum við erum umfram annað að lýsa okkur sjálfum. Við erum að lýsa siðferði ...
Einelti á netinu
Það hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum í umræðu um eineltismál að samfélagsmiðlar eru óspart nýttir þegar verið er að leggja einstakling í einelti. Varnarleysi þolanda er nánast algjört þegar kemur að þessari tegund eineltis. Það er til fyrirmyndar verkefni það sem Barnaheill og Ríkislögreglustjóri reka í sameiningu en það er Ábendingalína. Í gegnum sérstakan hnapp er hægt ...
Sameinuð Árnessýsla
Frumkvæði sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps er varðar sameiningu sveitarfélaga í Árnessýlu. Vonandi ber okkur sem fyrst gæfa til að sameina öll sveitarfélög í Árnessýslu í eitt. Grein sem ég ritað í Dagskránna.
Einelti er ofbeldi
Einelti er ein birtingarmynd ofbeldis og ofbeldi á aldrei að þola. Andlegt ofbeldi, líkmamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi er það ömurlegast sem nokkur manneskja getur beitt aðra manneskju og hefur áhrif á þolanda alla ævi. Þegar einstaklingur er beittur kynferðisofbeldi þá erum við (næstum því) hætt að tala um að þolandi hafi nú boðið upp á þetta ...
Metnaðarlaus einkavæðing
Það kemur stöðugt betur í ljós hversu metnaðarlaus ákvörðun það var hjá Háskóla Íslands að leggja af nám á Laugarvatni. Við eigum að horfa á tækifæri í stað þess að gefast upp fyrir okkur sjálfum! Grein sem ég ritaði í Suðra.
Forsetakosningar
Umfjöllun í Suðra og viðtöl við nokkra aðila um forsetakosningarnar. Mér finnst að það eigi að breyta lögum þannig að einstaklingur geti ekki orðið forseti nema með að minnsta kosti 50% atkvæða á bak við sig, ef það þarf tvær umferðir til þess þá er það bara þannig. Alþingi þarf að breyta lögum.
Óásættanlegt ástand
Grein sem ég ritaði í Sunnlenska fréttablaðið - það er bókstaflega hættuástand á Suðurlandi. Lögregla og sjúkraflutningamenn verða að fá stuðning og það verulegan til að takast á við þau verkefni sem þeim eru falin. ________________________________________________________________________________________________________________ Suðurlandsumdæmi er jafn stórt Belgíu og á svæðinu búa 23 þúsund manns. Í uppsveitum Árnessýslu er fjölmennasta sumarhúsabyggð landsins og tvöfaldast oft ...
Sameining sveitarfélaga, skoðun sveitarstjórnarmanna
Fréttamiðillinn Pressan/Eyjan fjallar um samtöl sem Héraðsfréttablaðið Suðri átti við sveitarstjórnarmenn. Það er samhljómur meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi - í framtíðinni verður Árnessýsla eitt sveitarfélag. Mín skoðun er að því fyrr sem við tökum það skref því farsælla fyrir íbúa Árnessýslu.
Alþjóðadagur einstaklinga með Downs heilkenni
Í dag mánudaginn 21 mars er alþjóðadagur Downs heilkennis. Markmið dagsins er að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn enda vísar hún til þess að Downs heilkenni er orsakað af auka litning, það er 3 eintök eru af litning 21 = 21.03. Deginum hefur verið fagnað frá árinu 2011 en þá lýstu Sameinuðu þjóðirnar því ...
84 ára saga á enda
Viðbrögð við ákvörðun Háskóla Ísland um að leggja af nám á Laugarvatni.
Fáránleg og fyrirséð ákvörðun
Ákvörðun háskólaráðs HÍ er í senn fáránleg og fyrirséð. Það á að efla námsbraut í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni í stað þess að gera námið umkomulaust í höfuðborginni.
Er líf þess virði að því sé lifað?
Grein sem ég ritaði í Morgunblaðið. Er eðlilegt að meta réttinn til lífs út frá kostnaði og geta einstaklingar með downs fengið líffæri þegar á þarf að halda?
Það er mannbætandi að eiga vin með Downs
Einstaklega góður pistill sem Margrét Kr. Sigurðardóttir blaðamaður á Morgunblaðinu ritar í framhaldi af umfjöllun blaðsins um fósturskimun og Downs.
Sveitarstjórn á móti áfengisfrumvarpi
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps tók fyrir beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um verslun með áfengi og tóbak (smásala áfengis). Áttu sér stað nokkrar umræður um frumvarpið í sveitarstjórn og voru niðurstöður þeirrar umræðu að allir fulltrúar í sveitarstjórn voru því sammála að "leggjast alfarið gegn því að frumvarpið verði að ...
Einstaklingar með Downs metnir til fjár!
Morgunblaðið hefur unnið einstaka fréttaskýringu um fósturskimun sem hefur verið í blaðinu síðustu daga. Þessi umfjöllun er löngu tímabær og mjög þörf, en um þessi mál hefur í áratugi verið þagað og þegar reynt hefur verið að vekja á þeim athygli hefur því verið mætt með þögn. Það eru að koma fram nýjar upplýsingar sem eru ekki ...
Stærsta hagsmunamál íbúa Árnessýslu er sameining
Suðri fréttablað óskaði eftir skoðun minni og nokkra annara sveitarstjórnarmanna á sameiningu. Mín skoðun er; Að Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Árborg og Ölfuss sameinist er markmið sem við eigum að setja okkur. Þessi sveitarfélög eru að vinna sameiginlega að fjölda verkefna, en með sameiningu væri hægt að gera hlutina mun markvissar og ...
Jafnrétti
Grein sem ég ritaði í Morgunblaðið, þar sem ég velti fyrir mér Jafnrétti. ____________________________________________________ Fyrir mér er jafnrétti, jafn réttur allra einstaklinga. Ég hef að undanförnu velt því fyrir mér hvort að ég hafi misskilið hugtakið "jafnrétti". Sveitarfélög eru samkvæmt lögum skyldug til að gera jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Sem sveitarstjórnarmaður vann ég að því að gera slíka áætlun ...
Kynbundið kynningarefni um kynferðisofbeldi
Það á að gera allt sem hægt er til að fyrirbyggja kynferðisofbeldi og sérstaklega þarf að horfa til fólks með fötlun. Það að kyngreina kynningarefni um kynferðisofbeldi er óeðlilegt. Það á að vinna gegn kynferðisofbeldi óháð því hvort að þolendur eru karl eða kona. Kynferðisofbeldi er kynferðisofbeldi og að ráðuneyti jafnréttismála láti útbúa kynningarefni sem í raun ...
Frétt Suðra; Óvissa um framtíð háskólanáms á Laugarvatni
Að mínu mati eiga þingmenn Suðurlands að fela menntamálaráðherra að leita leiða til að efla háskólanám á Suðurlandi.
Það á að efla háskólanám á Suðurlandi ekki eyðileggja
Grein sem ég ritaði í hið nýja Héraðsfréttablað Suðra. Það er nauðsynlegt að standa vörð um háskólanámið á Laugarvatni og að efla háskólamenntun á Suðurlandi.
Er NPA eitthvað merkilegra en önnur úrræði?
Grein sem ég ritaði í morgunblaðið. Fatlað fólk á eins og annað fólk að hafa val og frelsi.
Nýjabæjarmálið og réttindagæsla á villigötum
Umfjöllun Kastljóss á svokölluðu Nýjabæjarmáli og kynferðisbrotum á fötluðum konum er í senn tímabært og vandað, þó málið sé ömurlegt. Mér finnst réttindagæsla fatlaðs fólks vera á villigötum. Mjög fljótlega eftir að rannsókn á svokölluðu Nýjabæjarmáli hófst frétti ég af rannsókninni. Mín fyrstu viðbrögð voru að hafa samband við réttindagæslumann fatlaðs fólks og spyrja hvort að réttindagæslumaður ...
Slys á erlendum ferðamönnum
Grein sem ég ritaði í Sunnlenska fréttablaðið. Það verður að hugsa fram í tímann og styrkja innviði samfélagsins.
Bótaþegi eða launþegi
Einstaklingur með fötlun fær bætur úr ríkissjóði vegna þess að hann er sökum fötlunar sinnar ófær um að afla sér tekna. Bætur eru lágar og það er eins og það sé helsta markið "kerfisins" að tryggja það að enginn hafi það of gott. Þannig að betra er að tryggja að sem flestir hafi það jafn slæmt ...
Háskólanám á Suðurlandi, grein í Dagskránni
Ritaði grein í Dagskránna þar sem ég fjallaði um skýrslu sem gerð var fyrir rektor Háskóla Íslands um framtíð kennslu í íþróttafræðum á Laugarvatni. Við eigum að hafa metnað og byggja upp öflugt háskólanám á Suðurlandi.
Háskólanám á Suðurlandi – uppgjöf HÍ?
Nýverið var lögð fram skýrsla til rektors Háskóla Íslands er heitir; "Sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands". Skýrsla þessi fjallar um fyrirkomulag og staðsetningu náms í íþrótta- og heilsufræði sem staðsett er á Laugarvatni. Nefndin leggur fram 4 tillögur; Grunnnám í íþrótta- og heilsufræði verði flutt til Reykjavíkur og skipulagt í samstarfi við ...
Ný heimasíða – aðgengilegar upplýsingar.
Heimasíða Grímsnes- og Grafningshrepps www.gogg.is hefur verið endurnýjuð á einstaklega skýran og glæsilegan hátt. Þetta er mjög vel heppnuð framkvæmd, sem á eftir að nýtast virkilega vel. Aðgengi að upplýsingum er mun betra en verið hefur auk þess sem íbúagátt gefur okkur íbúum aðgengi sem við höfum ekki áður haft í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins. Síðan gefur okkur auk þess ...
Ég skil ekki fyrirkomulag innritunar á flugvöllum
Mér þykja breytingar á Keflavíkurflugvelli mjög vel lukkaðar, en sakna þess helst að geta ekki fengið kaffi hjá Kaffitár þegar ég á leið um Keflavíkurflugvöll. Þó að það séu rök fyrir útboðum og arðsemi, þá má ekki gleyma því að það er og verður styrkur vallarins að framboð vara og veitinga enduspegli það að við erum ...
Sunnlenska – umfjöllun um pistil er varðar strætó
Sunnlenska fréttablaðið fjallar í blaði sínu þann 3 september s.l. um pistil er ég kalla; Strætó - hættulegur ferðamáti. Einnig kalla þeir þar eftir viðbrögðum Jóhannesar Rúnarssonar framkvæmdastjóra Strætó. Umfjöllun Sunnlenska má sjá hér;
Strætó – hættulegur ferðamáti
Ég ferðast mikið um Suðurland og ekki hvað síst til Reykjavíkur, það er ótrúlega oft sem aksturslag og hraði strætó vekur athygli mína. Yfirleitt er ég að aka á milli 90 og 100 km hraða og þráfaldlega gerist það að strætó er að taka fram úr bílum á þeim hraða auk þess sem maður sér glæfralega ...
Æskuheimilið 250 ára
Í dag var því fagnað að Húsið á Eyrarbakka er 250 ára gamalt. Um 200 manns mættu á hátíðarhöldin og þó Húsið sé rúmgott og stórt að þá varð að færa dagskránna yfir í Eyrarbakkakirkju og fór vel á því. Mér þótti vænt um að vera boðið að vera með stutt innlegg á þessum tímamótum með ...
Búseta í tveimur sveitarfélögum, útsvari skipt milli tveggja sveitarfélaga?
Átti einstaklega gott samtal við þá félaga í Reykjavík síðdegis. Ræddum um Grímsnes- og Grafningshrepp sem er fjölmennasta sveitarfélag á Suðurlandi auk þess að ræða öryggismál í sumarhúsabyggðum og breytta byggðaþróun. Ræddi einnig nauðsyn þess að gerðar verði breytingar á útsvari, þannig að þeir aðilar sem halda tvö heimili eins og mjög margir gera greiði útsvar ...
Grímsnes- og Grafningshreppur er fjölmennasta sveitarfélag á Suðurlandi
Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga hafa gert stutta og mjög góða samantekt á fjölda sumarhúsa á Íslandi og á þróun fjölda þeirra. Í árslok 2013 voru skráð 12.574 sumarhús á Íslandi. 51% af heildarfjölda sumarhúsa er á Suðurlandi og af þeim eru langflest í Grímsnes- og Grafningshreppi eða 2.642, sem er 21% af heildarfjölda sumarhúsa á landinu. Á eftir Grímsnes ...
Að eiga sér fyrirmynd
Fyrir 30 árum gekk Reynir Pétur hringinn í kringum Ísland og var tilgangur göngunnar að safna fé þannig að hægt yrði að byggja íþróttaleikhús á Sólheimum. Íslandsgangan varð þó mjög fljótt miklu meira en fjársöfnun. Fram á sjónarsviðið hafði stigið heilsteyptur, einlægur og sjarmerandi einstaklingur sem náði að heilla þjóðina á þann hátt sem ekki hafði verið ...
Vel heppnuð hátíð
Borg í sveit - alvöru sveitadagur var í fyrsta skipti haldin í gær í Grímsnes- og Grafningshrepp. Í verkefnið var farið að frumkvæði atvinnumálanefndar sveitarfélagsins þar sem Ása Valdís formaður, Kalli og Hildur tóku verkefnið föstum tökum og hafa síðustu vikur unnið mikið og gott starf við undirbúning. Þeim lánaðist einstaklega vel bæði að virkja mikinn ...
Gamli leikskólinn seldur
Á fundi sveitarstjórnar þann 6 maí s.l. var tekin samhljóða ákvörðun um að selja gamla leikskólann við Borgarbraut 20. Það var sérstakt að taka ákvörðun um að selja þessa eign m.a. vegna þess að fyrir lá að það var mikill áhugi á að fá þessa eign leigða til að setja upp rekstur í henni. Sveitarfélagið á ...
Miklar skuldir og áætlun sem ekki stenst
Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps var lagður fyrir sveitarstjórn á síðasta fundi þann 6 maí. Það er augljóst að ná þarf betur utan um rekstur sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs (A hluta) var jákvæð um 26.7 m.kr. en áætlun hljóðaði upp á jákvæða niðurstöðu að fjárhæð 135.2 m.kr. Þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu þá er þetta 108 m.kr. verri niðurstaða en ...
Downs heilkenni – frábær mynd
Það er hægt að fara svo margar ólíkar leiðir að því að kynna fyrir fólki Downs heilkenni. Það skiptir einnig svo miklu máli hvernig það er gert, því fyrst og síðast er fólk - fólk. Í þessari stuttu mynd er fylgst með þremur einstaklingum sem eru með Downs heilkenni, rætt við þau og vini þeirra. Þeim 13 mínútum ...
Tímamót
í dag var samþykkt í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að færa skólann heim. Þetta eru einstaklega góð tíðindi og eitt það besta við þessa breytingu er að það er breið samstaða um ákvörðunina. Málið hefur lengi verið til umfjöllunar í sveitarfélaginu og hefur verið djúpstæður ágreiningur um það. Með tíma, skólaþingi og faglegri vinnu hefur náðst breið ...
Endurskoðun á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps
Sveitarstjórn GOGG hefur ákveðið að fara í endurskoðuna á aðalskipulagi sveitarfélagsins, sem er fyllsta ástæða til. En sveitarstjórn ber að afloknum kosningum að ákveða hvort ástæða sé til að endurskoða gildandi aðalskipulag. Það er mikil uppbygging í sveitarfélaginu, ólíkar þarfir íbúa og kröfur. Það hefur væntanlega aldrei verið mikilvægar að marka skýra stefnu þar sem hagsmunir ...
Illa farið með fé sveitarfélaga?
Grein sem ég ritaði í Sunnlenska fréttablaðið þann 4 desember. Ljósleiðari inn á hvert heimili er krafan í dag og sveitarstjórnarmenn taka undir. Í stað þess að sameinast og krefjast þess með afgerandi hætti að ríkið tryggi lagningu ljósleiðara um landið er gefið eftir. Sveitarfélögin fara sjálf í verkefnið og mörg eru að undirbúa það að fara ...
Ráðuneyti lífsgæða
Ég fór fyrir nokkru í lærdómsríka fræðsluferð til Skotlands með sveitarstjórarmönnum. Margt fróðlegt og lærdómsríkt heyrðum við og sáum. Í þeirri ferð var m.a. sagt; "Hlutverk þess sem rekur spítala er að reka spítala, ekki að bæta heilsu fólks". Mér þótti þessi athugasemd "köld", en ég hef oft hugsað um þessi orð og velt þeim fyrir mér. Ég held ...
Umfjöllun um kynferðisbrot
Nýlega voru fluttar fréttir af kynferðisbroti sem ítrekað var tengt Sólheimum. DV opnar málið og aðrir fjölmiðlar (MBL, visir & RUV) fylgja í kjölfarið. Margt er sagt; "Lögreglan er með til rannsóknar kynferðisbrot gegn fatlaðri konu á Sólheimum" "meint kynferðisbrot gegn vistmanni á Sólheimum" "lögregla staðfestir að vistmaður á Sólheimum eigi í hlut og að meintur gerandi sé ...
Tilnefning til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs
Sólheimar eru tilnefndir til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, það er mikill heiður. Tekið var stutt viðtal við mig af því tilefni. http://youtu.be/HBY6VfZMPw4
Kirkjudagur Sólheimakirkju, þann 6 júlí 2014
Það hefur mér lærst með árunum að spurningar eru mikilvægari en svör. Þegar við tökum okkur biblíuna í hönd og lesum, þá erum við að lesa svör við spurningum sem fólk var að takast á við fyrir meira en tvö þúsund árum síðan. Þessi svör sem eru í senn sögur og frásagnir hafa haft afgerandi áhrif á ...
Hátíðarræða á Borg í Grímsnesi, þann 17 júní 2014
Í dag er þjóðhátíðardagur okkar íslendinga – 17 júní. Fæðingardagur Jóns Sigurðsson, sá dagur er valinn var stofndagur lýðveldisins. Allt frá árinu 1907 hefur þessa dags verið minnst með opinberum hætti, Háskóli Íslands var t.d. í fyrsta sinn settur þennan dag og fleira má telja til. Við eigum að virða söguna, muna hana og læra af henni. Ef ...
Grein í Hvatarblaðið
Ágætu íbúar. Nú er rétt mánuður til sveitarstjórnarkosninga og munu hið minnsta tveir listar bjóða fram í sveitarfélaginu okkar. Fjárhagur sveitarfélagsins eru ekki eins góður og hann gæti verið, það tekur á fyrir lítið sveitarfélag eins og okkar að skulda 1 milljarð. Við þurfum því í senn að fara vel með og leita allra leiða til að ...
Opið bréf til alþingismanna
Opið bréf til alþingismanna Í dag þann 21.3. er alþjóðadagur Downs heilkennis. Sameinuðu þjóðirnar lýstu því yfir árið 2012 að dagurinn hefði það að markmiði að auka skilning á Downs heilkenninu og minnka aðgreiningu þeirra einstaklinga sem eru með Downs. Það er ekki tilviljun að 21. mars skyldi valinn. Downs heilkennið er orsakað af auka litning í ...
Húsið og Eyrarbakki
Eftir rétt um eitt ár verður Húsið á Eyrarbakka 250 ára gamalt. Við Íslendingar eigum mjög fá hús sem eru svo gömul, en Húsið á Eyrarbakka er í senn eitt elsta og merkilegasta húsið á Íslandi. Húsið var byggt árið 1765 og var heimili faktora og verslunarstjóra Eyrarbakkaverslunarinnar fram á 20. öldina. Eyrarbakki var miðstöð verslunar ...
Þarf ríkið ekki að fara að samningum?
Nýverið féll dómur þar sem Hæstiréttur snéri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi íslenska ríkinu í vil í máli sem Sólheimar höfðuðu gegn íslenska ríkinu. Mál þetta er í eðli sínu einfalt, Sólheimar og velferðarráðuneytið höfðu gert með sér þjónustusamning þann 8. maí árið 2004, samning sem rann út þann 31. desember árið 2008. Áður en ...
Mismunun fóstra
Fluttar hafa verið fréttir af því upp á síðkastið að 99% kvenna í Danmörku fari í fóstureyðingu ef rannsókn sýnir að barnið muni fæðast með Downs – heilkenni. Samkvæmt frásögn yfirlæknis kvennadeildar Landspítalans eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem kjósa að ganga með á Íslandi ef þeir vita að fóstur er með Downs ...
Ánægjuleg sinnaskipti velferðarráðherra
Viðtal er við velferðarráðherra á forsíðu fréttablaðsins þann 6 júní þar sem ráðherra gengur rösklega fram og boðar aukið eftirlit með meðferðarstofnunum. Gera þurfi eftirlit óháðara og sjálfstæðara en verið hefur, enda hefur þetta að sögn ráðherra verið á hendi sömu aðila og semja um starfsemina. Til að auka enn vægi orða sinna vísar ráðherra ...
Hugmyndafræði eða fólk
Mjög hefur verið vegið að Öskjuhlíðarskóla fyrir það að hann skuli vera sérskóli. Það skiptir ekki máli hvort skólinn er góður eða slæmur, vilji foreldra og barna skiptir litlu máli. Skólinn er sérskóli og sérskólar eiga ekki að vera til í hugmyndafræði samtímans. Því er val til ama, því má fatlað fólk ekki hafa val eins ...
Velferð tilmælanna
Það hefur ekki í seinni tíð reynt jafn mikið á íslenskt velferðarkerfi og nú gerir og því miður hafa komið í ljós allt of miklar brotalamir á kerfi sem margur hélt að væri öðrum þjóðum til eftirbreytni. Það sem er þó alvarlegast í dag er það sem minnst er rætt, en það er þráhyggja yfirvalda við ...
Að breyta atferli með gleði
Gleði í daglegu lífi er öllum mikilvæg og það verður seint talinn löstur að gera lífið skemmtilegra fyrir sig og samborgara sína. Við höfum sem samfélag gert allt of lítið af því að gera lífið skemmtilegra. Ég held að það eigi við á öllum sviðum þjóðlífsins og við þurfum að finna leiðir til að bæta úr. Rakst á ...
Opið bref til félagsmálaráðherra
Ágæti félagsmálaráðherra. Staða Sólheima er mjög alvarleg. Eins og þér er kunnugt hefur hvorki þú né ráðuneyti félagsmála gert nokkurn hlut til þess að laga þá stöðu né tryggja íbúum Sólheima það öryggi sem þeir kalla eftir. Fulltrúaráð Sólheima hefur sent út ákall um að úr málum verði leyst, ákall sem undirrituðum var falið að fylgja eftir. ...
Excel ákvarðanir í málaflokki fatlaðra
Það eru því miður mörg mál sem félagsmálaráðuneytið hefur forðast að takast á við og vinna úr þegar kemur að fötluðu fólki og er nýútkomin skýrsla Ríkisendurskoðunar ágætt yfirlit yfir sorglega ákvarðanafælni fagráðuneytis í að byggja upp lagaramma og að vera stefnumótandi á framsækinn hátt í málefnum fatlaðra. Það er með algjörum ólíkindum að sveitarfélög skuli ...
Niðurskurður eða ný hugsun
Breski ráðherrann Francis Maude hefur kynnt einhverjar þær róttækustu breytingar í opinberum rekstri sem komið hafa fram í Bretlandi frá því á áttunda áratugnum. Í þeim hugmyndum er horft á alla þætti s.s. afplánun fanga, velferðarmál, málefni barna og rekstur Ríkisskattstjóra. Unnið skal að því að „frelsa“ opinbera stjórnsýslu með því að koma fram með róttækar ...
Jafnræði fyrir aðra en fatlaða
Örfáir stjórnmálamenn hafa verið haldnir þeirri þráhyggju um árabil að flytja málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Það er í raun orðið svo langt síðan að þessi sorgarsaga hófst að þær fáu þjóðir sem fetuðu þessa braut sjá eftir því og allt aðra áherslur eru í málaflokki fatlaðra nú en voru þá. Samt er haldið ...
Fjærþjónusta ekki nærþjónusta
Ef það er eitthvað sem íslendingar ættu að hafa lært síðustu misseri þá er það að nærþjónusta er ein af höfuð meinsemdum okkar litla samfélags. Fullyrðingar eins og að sveitarstjórnarmenn séu svo nálægt notendum þjónustu, menn þekki svo vel til aðstæðna fólks í nábýli og hið íslenska kunningjasamfélag er í raun ekkert annað en nærþjónusta. Stöðug áhersla ...
Málefni fatlaðra og fjármál sveitarfélaga
Eftir rétt rúma tvo mánuði munu málefni fatlaðra því miður færast frá ríki til sveitarfélaga. Fjárhagslegt öryggi fatlaðra einstaklinga, þ.e. aðgangur að þjónustu ætti að skipta mestu máli við þessa yfirfærslu en gerir það ekki. Það er umhugsunarvert að sveitarstjórnarmaður missir kjörgengi í sveitarstjórn vegna sviptingar fjárforræðis, en þegar kemur að sveitarfélaginu sjálfu þá eru ...
Grein rituð í tímaritið Arkitektúr, mars 2010
Eitt af því sem sjálfbær samfélög um víða veröld eiga sameiginlegt er að þau eru brautryðjendur nýrra hugmynda, staðir þar sem samfélög reyna nýja hluti, þróa þá og bæta. Þessar nýju hugmyndir hafa svo oft verið teknar upp og þróaðar áfram í hinu stærra samfélagi. Sólheimar hafa vissuleiga rutt brautina á mörgum ólíkum sviðum. Þeir eru ...
Spilavíti
Ætli það sé tilviljun að þegar atvinnuleysi er í hámarki og þörf er á auknum tekjum í þjóðfélaginu að þá komi aðilar fram og „viðri hugmyndina“ að opna spilavíti á Íslandi. Rökfærslunni er beitt á undarlegan hátt, þetta er í raun greiði við spilafíkla með því að fá þessa spilamennsku upp á yfirborðið þá fást af ...
Vinstri Grænir og erfðabreytt Ísland
Það er algjörlega með eindæmum að það skuli vera ráðherra Vinstri Grænna sem hleypi því í gegn og nánast í skjóli nætur að leyfa erfðarbreytta ræktun utandyra á Íslandi. Ég hefði frekar átt von á því að umhverfisráðherra VG hefði afturkallað það leyfi sem var til inniræktunar á erfðarbreyttu í gróðurhúsi. Það athyglisverða við þetta skref ...