Guðmundur Ármann er Eyrbekkingur, en foreldrar hans keyptu Húsið (nú Byggðasafn Árnesinga) árið 1979 hófu á því endurbætur og gerðu að heimili sínu. Guðmundur Ármann hefur alla tíð haft sterka tengingu við Eyrarbakka og svæði það sem myndar sveitarfélagið Árborg. 

Guðmundur Ármann er sonur Auðbjargar Guðmundsdóttur húsmóður og fyrrum starfskonu á leikskólanum Brimver á Eyrarbakka og Péturs Sveinbjarnarsonar (látinn) athafnamanns og fyrrum framkvæmdastjóra. 

Sambýliskona Guðmundar er Birna G. Ásbjörnsdóttir sem er að ljúka doktorsnámi í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands og starfar sem gestarannsakandi við Harvard Háskólasjúkrahúsið í Boston.  

Birna og Guðmundur Ármann eiga tvö börn Emblu 19 ára og Nóa 13 ára. Dóttir Guðmundar frá fyrra sambandi er Auðbjörg Helga 27 ára. 

Á yngri árum vann Guðmundur fjölbreytt störf s.s, sveitastörf, brúarvinnu, verkamannavinnu, í frystihúsi, í fangelsinu Litla Hrauni og á Réttargeðdeildinni á Sogni. Guðmundur Ármann fór sem skiptinemi í eitt ár til Bandaríkjanna 16 ára og bjó þá í Suður Karolínu. 

Guðmundur Ármann er menntaður rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst, með menntun í lífrænum/lífelfdum landbúnaði og með meistaragráðu í umhverfisfræði. 

Nói sonur Guðmundar er með Downs heilkenni og hefur Guðmundur látið sig mjög hagsmunamál einstaklinga með Downs heilkenni og fatlaðs fólks sig varða. Guðmundur Ármann er formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið og er í stjórn Landsamtakanna Þroskahjálp. 

Guðmundur var í hópi þeirra sem endurvöktu starf skátafélagsins Fossbúa á Selfossi, en hann var um árabil virkur í skátastarfi. Guðmundur lauk Gilwell þjálfun, hlaut Forsetamerki og var um tíma í stjórn Bandalags ísl. skáta. 

Guðmundur stóð fyrir BRIM kvikmyndahátíð sem varðaði fræðslu um plastmengun í hafi og áhrif þess á okkur og lífríkið. 

Guðmundur Ármann sat í Hverfisráði Eyrarbakka og var um tíma formaður þess.  

Guðmundur Ármann var framkvæmdastjóri Sólheima í 15 ár á tímum mikillar uppbyggingar og umbreytinga og gengdi fyrir þann tíma fjölbreyttum störfum á Sólheimum. 

Guðmundur Ármann sat í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps í 8 ár. 

Síðustu misseri hefur hann unnið að nýsköpunarverkefnum með konu sinni.  Afrakstur þeirrar vinnu er nýsköpunarfyrirtækið Jörth, sem framleiðir og selur fæðubótarefni til heilsueflingar, sjá jorth.is 

gudmundur_um_mig