Hef mastersgráðu í umhverfis- og orkufræðum (environmental & energy studies) frá University of East London, náminu sinnti ég í Wales í Center for Alternative Technology .

Lærði Lífelfdan landbúnað (biodynamics) við Emerson Collage í Englandi. Þar kynntist ég ágætlega kenningum Rudolf Steiner.

Rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst.

Var lengi virkur í skátahreyfingunni, Skjöldungur að upplagi en gerðist svo Fossbúi er ég kom að því ásamt góðu fólki að endurvekja skátastarf á Selfossi. Lauk Gilwell þjálfun, fékk Forsetamerki og sat í stjórn Bandalags ísl. skáta um tíma.

Tók sæti í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps árið 2010 og á ný árið 2014.

Er í stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi.

Starfaði sem framkvæmdastjóri Sólheima í tæp 15 ár. Áður en ég tók við því starfi hafði ég unnið fjölbreytt störf á Sólheimum. Á yngri árum vann ég meðal annars við landbúnað, brúarvinnu, í fiski á Litla Hrauni og á Sogni.

Vinn ásamt konu minni að þróunnarverkefninu Baðhús Eyrarbakka þar sem sjóböð verða nýtt til heilsueflingar.

Vinn að verkefninu Broddur byggir upp ásamt konu minni þar sem broddmjólk kúa verður nýtt sem heilsuvara.

Tek að mér fjölbreytt, spennandi og skemmtileg verkefni.

Er í sambúð með Birnu Guðrúnu Ásbjörnsdóttur doktorsnema í heilbrigðisvísindum.  Við eigum tvö börn Nóa Sæ & Emblu Líf. Auk þess á ég Auðbjörgu Helgu úr fyrra sambandi mínu. Sonur minn er með Downs heilkenni og hefur það enn frekar aukið lífshamingju mína og skilning á því sem skiptir máli í lífinu.