Einelti er ofbeldi

Einelti er ein birtingarmynd ofbeldis og ofbeldi á aldrei að þola.  Andlegt ofbeldi, líkmamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi er það ömurlegast sem nokkur manneskja getur beitt aðra manneskju og hefur áhrif á þolanda alla ævi. Þegar einstaklingur er beittur kynferðisofbeldi þá erum við (næstum því) hætt að tala um að þolandi hafi nú boðið upp á þetta ...

Metnaðarlaus einkavæðing

Það kemur stöðugt betur í ljós hversu metnaðarlaus ákvörðun það var hjá Háskóla Íslands að leggja af nám á Laugarvatni.  Við eigum að horfa á tækifæri í stað þess að gefast upp fyrir okkur sjálfum! Grein sem ég ritaði í Suðra.

Forsetakosningar

Umfjöllun í Suðra og viðtöl við nokkra aðila um forsetakosningarnar. Mér finnst að það eigi að breyta lögum þannig að einstaklingur geti ekki orðið forseti nema með að minnsta kosti 50% atkvæða á bak við sig, ef það þarf tvær umferðir til þess þá er það bara þannig.  Alþingi þarf að breyta lögum.

Óásættanlegt ástand

Grein sem ég ritaði í Sunnlenska fréttablaðið - það er bókstaflega hættuástand á Suðurlandi. Lögregla og sjúkraflutningamenn verða að fá stuðning og það verulegan til að takast á við þau verkefni sem þeim eru falin. ________________________________________________________________________________________________________________ Suðurlandsumdæmi er jafn stórt Belgíu og á svæðinu búa 23 þúsund manns.  Í uppsveitum Árnessýslu er fjölmennasta sumarhúsabyggð landsins og tvöfaldast oft ...

Sameining sveitarfélaga, skoðun sveitarstjórnarmanna

Fréttamiðillinn Pressan/Eyjan fjallar um samtöl sem Héraðsfréttablaðið Suðri átti við sveitarstjórnarmenn.  Það er samhljómur meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi -  í framtíðinni verður Árnessýsla eitt sveitarfélag. Mín skoðun er að því fyrr sem við tökum það skref því farsælla fyrir íbúa Árnessýslu.