Alþjóðadagur einstaklinga með Downs heilkenni

Í dag mánudaginn 21 mars er alþjóðadagur Downs heilkennis.  Markmið dagsins er að auka vitund og minnka aðgreiningu.

Dagsetningin er táknræn enda vísar hún til þess að Downs heilkenni er orsakað af auka litning, það er 3 eintök eru af litning 21 = 21.03.

Deginum hefur verið fagnað frá árinu 2011 en þá lýstu Sameinuðu þjóðirnar því yfir að 21 mars væri alþjóðadagur Downs heilkennis.

Margt er gert í tilefni dagsins hérlendis og erlendis.  Downsfélagið á Íslandi stendur fyrir samveru með fjölbreyttri og spennandi dagskrá.

Gert hefur verið myndband af alþjóðasamtökum einstaklinga með Downs í tilefni dagsins.  Í ár nefnist myndbandið; Hvernig sérð þú mig?

Þetta er stutt myndband með sterk skilaboð, það er um að gera að horfa og muna að við erum öll fólk, með þarfir, vonir og væntingar.

 

 

 

Comments are closed.