Ekki tapa gleðinni

Held að það sé aðeins eitt sem er mikilvægara en að vera glaður og það er að gleðja aðra.

Við þurfum á gleði að halda, sem einstaklingur, sem samfélag, vinnustaður og sem þjóð.  Gleðitilfinningin er góð og það er gott að finna til gleði.

Merkilegt er þegar við sjáum ofsjónum yfir gleði annara, það er eins og það komi yfir okkur þörf til að leiðrétta hlutina – nei við getum ekki glaðst yfir þessu vegna þess að……

Að við skulum ekki bara geta verið glöð í smá stund og notið þess, leyft þessari ljúfu tilfinningu að fljóta um líkama og sál, finna vellíðan, vera stolt, brosa og njóta.

Við höfum öll skoðanir, við höfum mál sem við viljum berjast fyrir og við höfum skoðanir á mönnum og málefnum.

Látum ekki gleði eins vera ástæðu til að sökkva okkur í rimmu deilna og aðdráttana. Við verðum ekki skoðanalaus þó við gleðjumst eða samgleðjumst.

Eigum skoðanaskipti á uppbyggilegan, heiðarlegan og hreinskiptin hátt.

Við höfum margt til að gleðjast yfir.  Nú eru ný forsetahjón að stíga sín fyrstu skref og með þeim kemur gleði og bjartsýni.  Njótum þeirrar gleði sem frá nærveru þeirra og störfum kemur og aukum gleði okkar.

Það er hægt að ná ótrúlegum árangri þó maður sé glaður.

Gleðjumst 🙂

 

 

 

 

 

Comments are closed.