Skortur á hamingju

Screen Shot 2018-03-22 at 10.09.09

Grein rituð í Suðra, héraðsfréttablað;

—————

Hamingjusamur einstaklingur sem nýtur á einlægan hátt hamingju er lánsamur einstaklingur.

Það er svo merkilegt með hamingjuna, hún er svolítið eins og ástin, þegar hún nær í gegn á sinn einlæga hátt að þá tekur hún eiginlega af manni öll völd.  Maður fer að hegða sér öðruvísi og að gera aðra hluti.

Það er eins og hamingjan forgangsraði rétt.  Hamingjusamt fólk virðist koma betur fram við annað fólk, brosa meira og vera jákvæðara en annað fólk.

Það er eins og hamingjusamt fólk hafi meiri áhuga á velferð annara og vilji ávallt leggja gott til auk þess sem það virðist gefa sér meiri tíma.

Hamingjusamt fólk er ekki að neyta fíkniefna eða að misnota lyfseðilsskyld lyf.  Er ekki að kaupa vændi, að misnota fólk eða að leggja fólk í einelti.

Hamingjusamt fólk talar uppbyggilega við fólk og vel um annað fólk.

Hamingjusömu fólki virðist sérstaklega umhugað um velferð annara og að ef að eitthvað bjátar á að þá sé fólki lagt lið.

Það kemur ítrekað fram að samfélagsmiðlar ýta undir vanlíðan og viðurkennt er að samfélagsmiðlar eru ávanabindandi.  Upphaf og endir hamingjunnar er ekki að finna á samfélagsmiðlun og það er áhugavert að heyra stöðugt oftar af fólki sem hættir á samfélagsmiðlum og segir frá því að það sé hamingjusamara eftir að það hættir og eigi í meira gefandi samskiptum eftir að það skildi við samfélagsmiðlana.

Hamingjusömu fólki er umhugað um að sem flestir séu hamingjusamir.

Held að það væri klókt að leggja minni áherslu á að bregðast við óhamingjunni og að leggja frekar meiri áherslu á að finna hamingjuna.

Comments are closed.