Hugmyndafræði eða fólk

Mjög hefur verið vegið að Öskjuhlíðarskóla fyrir það að hann skuli vera sérskóli. Það skiptir ekki máli hvort skólinn er góður eða slæmur, vilji foreldra og barna skiptir litlu máli. Skólinn er sérskóli og sérskólar eiga ekki að vera til í hugmyndafræði samtímans.

Því er val til ama, því má fatlað fólk ekki hafa val eins og annað fólk?

Íbúar Sólheima þekkja þessa baráttu allt of vel, enda hefur barátta fyrir tilvist Sólheima staðið í áratugi og stendur enn. Barátta fyrir valfrelsi einstaklingsins. Því er hugmyndafræði nútímans ósveigjanleg og snýst meira um rétttrúnað en valfrelsi?

Ófatlað fólk fer í almennt nám og svo í sérnám, fatlað fólk óskar eftir að fara í sérnám og svo í almennt nám, hvað er vandmálið?

Hin ömurlega staðreynd blasir við, fatlaðir eiga að þjóna fallegri útópískri hugmyndafræði í stað þess að hugmyndafræðin þjóni hinum fatlaða.

Comments are closed.