Íslensk skyr, íslenskt og í eigu íslendinga

IMG_3033IMG_3035Er búinn að vera duglegur að fá mér Siggi´s skyr hér í California, enda ekki annað hægt, skyrið til á öllum betri stöðum s.s. Starbucks, Whole Foods, etc. Einstaklega góð vara, vel markaðssett og í fallegum umbúðum. Það er tvennt sem vel er dregið fram, þ.e. SKYR & ÍSLAND. Vörunni er meira að segja dreyft af „The Icelandic Milk & Skyr Corp.“.
Það er dapurt að sjá á eftir okkar „íslenska skyri“ og aðgengi að Bandarískum markaði til fyrirtækis í Frakklandi, sem selur vöruna sem íslenska og „þykist“ vera íslenskt fyrirtæki!
Hvað gerum við, búum til nýtt vörumerki yfir íslensk skyr, „Ísey skyr“. En íslenskt skyr er því miður orðið langt á eftir hvað varðar hreinleika og notkun á sætuefnum.
Hefði ekki verið ráð að læra af frumkvöðli, endurskoða vörulínuna m.t.t. hreinleika og hollustu og kaupa sig inn á Ameríkumarkað.
Því miður glatað tækifæri fyrir íslenskan mjólkuriðnað, dapurt.
Ætli það grátbroslega verði ekki að áður en langt um líður verði farið að selja Siggi´s skyr á Íslandi og að valkostur þeirra sem vilja hreina og holla afurð verði hið íslenska/(Franska) Siggi´s skyr

Comments are closed.