Vel heppnuð hátíð

Borg í sveit – alvöru sveitadagur var í fyrsta skipti haldin í gær í Grímsnes- og Grafningshrepp.

Í verkefnið var farið að frumkvæði atvinnumálanefndar sveitarfélagsins þar sem Ása Valdís formaður, Kalli og Hildur tóku verkefnið föstum tökum og hafa síðustu vikur unnið mikið og gott starf við undirbúning.  Þeim lánaðist einstaklega vel bæði að virkja mikinn fjölda íbúa, fyrirtækja og aðra aðila til þátttöku, sem og að kynna hátíðina.

Það sást greinilega í gær hversu vel var staðið að öllum undirbúning, hátiðin tókst einstaklega vel og það eitt er víst að, að ári verður á ný haldin Borg í sveit – alvöru sveitadagur.

Þessum einstaklega vel heppnaða degi lauk svo með frábærum tónleikum á Borg, sem voru tónleikar til heiðurs Vilhjálmi Vilhjálmssyni.

Dagur sem þessi skapar okkur öllum íbúum í Grímsnes og Grafningshrepp ótal tækifæri, atvinnumálanefndin á þakkir skyldar fyrir frábært starf sem og allir þeir sem lögðu sitt af mörkum.

Ég er sannfærður um að á næstu árum á Borg í sveit aðeins eftir að eflast og hjálpa okkur við að gera gott sveitarfélag betra.

 

Comments are closed.