Ný heimasíða – aðgengilegar upplýsingar.

Heimasíða Grímsnes- og Grafningshrepps www.gogg.is hefur verið endurnýjuð á einstaklega skýran og glæsilegan hátt.

Þetta er mjög vel heppnuð framkvæmd, sem á eftir að nýtast virkilega vel.

Aðgengi að upplýsingum er mun betra en verið hefur auk þess sem íbúagátt gefur okkur íbúum aðgengi sem við höfum ekki áður haft í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins.

Síðan gefur okkur auk þess ný tækifæri til að upplýsa og fræða alla þá fjölmörgu aðila sem heimsækja sveitarfélagið og þá sem áhuga hafa á sveitinni okkar.

Hvet alla til þess að skoða nýja og glæsilega síðu www.gogg.is  og að fylgjast vel með fréttum og viðburðum sem eru í gangi í Grímsnes- og Grafningshrepp.

Til hamingju öll með verk vel unnið.

Comments are closed.