Misvísandi upplýsingar Landsspítala

Gott viðtal í Fréttablaðinu við mæðgur frá USA og dóttir sem er með Downs heilkenni.  Ótrúlegt að það skuli vera gjá milli orða starfsfólks Landsspítala og tölulegra upplýsinga sem sami spítali leggur fram!

Samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráðherra þá var þeim fóstrum sem voru greind með Downs heilkenni árin 2007 til 2012 öllum eytt.  
Samkvæmt skrám Landsspítala fyrir árin 2013 – 2015, þá var öllum fóstrum eytt sem voru greind með heilkennið við 12 viku. 

Staðreyndir tala sínu máli og furðulegt að sumir starfsmenn spítalans haldi öðru fram. 

Ánægjulegt að fá tækifæri til að koma skoðun minni á framfæri í Fréttablaðið í tengslum við þessa umfjöllun.  

Hvet ykkur til að skoða þessa herferð Kanadísku Downs samtakanna; https://www.endangeredsyndrome.com

Comments are closed.