Þarf ríkið ekki að fara að samningum?

Nýverið féll dómur þar sem Hæstiréttur snéri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi íslenska ríkinu í vil í máli sem Sólheimar höfðuðu gegn íslenska ríkinu. Mál þetta er í eðli sínu einfalt, Sólheimar og velferðarráðuneytið höfðu gert með sér þjónustusamning þann 8. maí árið 2004, samning sem rann út þann 31. desember árið 2008.  Áður en ...

Mismunun fóstra

Fluttar hafa verið fréttir af því upp á síðkastið að 99% kvenna í Danmörku fari í fóstureyðingu ef rannsókn sýnir að barnið muni fæðast með Downs – heilkenni.  Samkvæmt frásögn yfirlæknis kvennadeildar Landspítalans eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem kjósa að ganga með á Íslandi ef þeir vita að fóstur er með Downs ...

Hin fullkomnu börn

Síðustu mánuði og misseri hefur ítrekað verið fjallað um einstaklinga / fóstur sem hafa Downs heilkenni.  Sú umræða hefur oftar en ekki verið í senn ljót og meiðandi. Fluttar hafa t.d. verið fréttir af því að fyrir lok árs verði hægt með því að taka blóðprufu úr móður að greina hvort fóstur hafi Downs heilkenni.  Það ...

Ánægjuleg sinnaskipti velferðarráðherra

Viðtal er við velferðarráðherra á forsíðu fréttablaðsins þann 6 júní þar sem ráðherra gengur rösklega  fram og boðar aukið eftirlit með meðferðarstofnunum.  Gera þurfi eftirlit óháðara og sjálfstæðara en verið hefur, enda hefur þetta að sögn ráðherra verið á hendi sömu aðila og semja um starfsemina.  Til að auka enn vægi orða sinna vísar ráðherra ...

Alþjóðadagur Downs einstaklinga 2011

Alþjóðadagur Downs einstaklinga er í dag mánudaginn 23 mars. Í meðfylgjandi myndbandi sem er vel þess virði að njóta koma tölurnar 213 og 321 ítrekað fyrir og þá er verið að vísa í dagsetninguna 21.3. Sú dagsetning er fundin út frá því að Downs einstaklingur fær einum litning meira en við hin, þ.e. 3 litninga ...

Hugmyndafræði eða fólk

Mjög hefur verið vegið að Öskjuhlíðarskóla fyrir það að hann skuli vera sérskóli. Það skiptir ekki máli hvort skólinn er góður eða slæmur, vilji foreldra og barna skiptir litlu máli. Skólinn er sérskóli og sérskólar eiga ekki að vera til í hugmyndafræði samtímans. Því er val til ama, því má fatlað fólk ekki hafa val eins ...

Eitt land – ekkert sveitarfélag

Ísland er eitt kjördæmi, á Íslandi eru ekki sveitarfélög, á Íslandi er sami réttur fyrir alla íslendinga óháð búsetu.  Þetta væri væntanlega fyrirkomulagið ef menn kæmu að því verkefni að búa til stjórnskipulag og væru ekki fastir í fjötrum fortíðar. Þjóð sem telur um 300 þúsund manns er í raun aðeins þolanleg stærð sveitarfélags í flestum ...

Blessun ríkisvæðingar og bölvun þeirra sem starfa sjálfstætt

Mjög hefur verið vegið að sjálfstætt starfandi aðilum í fjölmiðlum upp á síðkastið og undirritaður ekki í aðstöðu til að meta hvað er rétt og hvað er rangt í þeirri umræðu.  Sú sorglega staðreynd er þó fyrir hendi að þeim stöðum sem lent hafa í þessari orrahríð hefur verið/verður  lokað. Það sækir vissulega að manni  sú ...

Verður búsetuúrræðum fyrir fatlaða á landsbyggðinni lokað?

Í desember s.l. samþykkti alþingi lög um málefni fatlaðs fólks.  Í 10 grein þeirra laga segir; „Húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk samkvæmt lögum þessum skulu vera í íbúðabyggð, sbr. skipulagslög.  Jafnframt skulu húsnæðisúrræðin staðsett nærri almennri og opinberri þjónustu sé þess nokkur kostur“. Sem betur fer þá hefur um árabil fötluðu fólki staðið til boða búsetuúrræði til sveita ...