Downs heilkenni – frábær mynd

Það er hægt að fara svo margar ólíkar leiðir að því að kynna fyrir fólki Downs heilkenni. Það skiptir einnig svo miklu máli hvernig það er gert, því fyrst og síðast er fólk - fólk. Í þessari stuttu mynd er fylgst með þremur einstaklingum sem eru með Downs heilkenni, rætt við þau og vini þeirra. Þeim 13 mínútum ...

Tímamót

í dag var samþykkt í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að færa skólann heim. Þetta eru einstaklega góð tíðindi og eitt það besta við þessa breytingu er að það er breið samstaða um ákvörðunina. Málið hefur lengi verið til umfjöllunar í sveitarfélaginu og hefur verið djúpstæður ágreiningur um það. Með tíma, skólaþingi og faglegri vinnu hefur náðst breið ...

Endurskoðun á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps

Sveitarstjórn GOGG hefur ákveðið að fara í endurskoðuna á aðalskipulagi sveitarfélagsins, sem er fyllsta ástæða til. En sveitarstjórn ber að afloknum kosningum að ákveða hvort ástæða sé til að endurskoða gildandi aðalskipulag. Það er mikil uppbygging í sveitarfélaginu, ólíkar þarfir íbúa og kröfur. Það hefur væntanlega aldrei verið mikilvægar að marka skýra stefnu þar sem hagsmunir ...

Illa farið með fé sveitarfélaga?

Grein sem ég ritaði í Sunnlenska fréttablaðið þann 4 desember. Ljósleiðari inn á hvert heimili er krafan í dag og sveitarstjórnarmenn taka undir. Í stað þess að sameinast og krefjast þess með afgerandi hætti að ríkið tryggi lagningu ljósleiðara um landið er gefið eftir. Sveitarfélögin fara sjálf í verkefnið og mörg eru að undirbúa það að fara ...

Ráðuneyti lífsgæða

Ég fór fyrir nokkru í lærdómsríka fræðsluferð til Skotlands með sveitarstjórarmönnum. Margt fróðlegt og lærdómsríkt heyrðum við og sáum. Í þeirri ferð var m.a. sagt; "Hlutverk þess sem rekur spítala er að reka spítala, ekki að bæta heilsu fólks". Mér þótti þessi athugasemd "köld", en ég hef oft hugsað um þessi orð og velt þeim fyrir mér. Ég held ...

Umfjöllun um kynferðisbrot

Nýlega voru fluttar fréttir af kynferðisbroti sem ítrekað var tengt Sólheimum.  DV opnar málið og aðrir fjölmiðlar (MBL, visir & RUV)  fylgja í kjölfarið.  Margt er sagt; "Lögreglan er með til rannsóknar kynferðisbrot gegn fatlaðri konu á Sólheimum" "meint kynferðisbrot gegn vistmanni á Sólheimum" "lögregla staðfestir að vistmaður á Sólheimum eigi í hlut og að meintur gerandi sé ...

Kirkjudagur Sólheimakirkju, þann 6 júlí 2014

Það hefur mér lærst með árunum að spurningar eru mikilvægari en svör. Þegar við tökum okkur biblíuna í hönd og lesum, þá erum við að lesa svör við spurningum sem fólk var að takast á við fyrir meira en tvö þúsund árum síðan. Þessi svör sem eru í senn sögur og frásagnir hafa haft afgerandi áhrif á ...

Hátíðarræða á Borg í Grímsnesi, þann 17 júní 2014

  Í dag er þjóðhátíðardagur okkar íslendinga – 17 júní. Fæðingardagur Jóns Sigurðsson, sá dagur er valinn var stofndagur lýðveldisins. Allt frá árinu 1907 hefur þessa dags verið minnst með opinberum hætti, Háskóli Íslands var t.d. í fyrsta sinn settur þennan dag og fleira má telja til. Við eigum að virða söguna, muna hana og læra af henni.  Ef ...