Ábyrgðin sem felst í samtalinu

Það eru forréttindi að búa á Íslandi. Hér höfum við í áratugi ræktað lýðræðið í anda gagnkvæmrar virðingar og samtals. Við höfum skapað samfélag þar sem sífellt fleiri raddir fá að heyrast, raddir fatlaðs fólks, verkafólks, ungmenna, eldra fólks, jaðarsettra hópa og hagsmunasamtaka. Þessi þróun hefur ekki gerst af sjálfu sér. Hún byggir á ...

Þegar háskóli bregst nemendum sínum

Það er fátt dýrmætara en að sjá einstakling vaxa, læra og þroskast — að fá tækifæri til að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Þeir sem sóttu málþingið Hvað um okkur?, sem haldið var 11. apríl síðastliðinn af einstaklingum með þroskahömlun í diplómanámi við Háskóla Íslands, í samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp fengu tækifæri til að hlusta ...

Sokkar og Downs heilkenni

Í dag þann 21. mars er Alþjóðlegur dagur Downs heilkennis, degi sem er fagnað um víða veröld.  Það eru viðburðir víða um heim á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í bæjum og borgum og það er fólk út um allt í ósamstæðum sokkum.   Í dag er dagur til að gleðjast, dagur þar sem við fögnum fjölbreytileikanum, við gleðjumst yfir því sem við höfum ...

Í tilefni af vitundarvakningu

Inngildandi samfélag er ekki bara einstaklingum með Downs heilkenni mikilvæg, hún er öllum hópum samfélagsins mikilvæg vegna þess að; Október er alþjóðlegur mánuður vitundarvakningar Downs heilkennis. Árangur vitundarvakningar og réttindabaráttu í tengslum við Downs heilkennið og réttindarbaráttu hagsmunasamtaka fatlaðs fólks er okkur öllum mikilvæg. Árangur þeirrar baráttu skilar okkur betra samfélagi, samfélagi inngildingar.  Þar er fósturgreining nýtt til stuðnings og fræðslu í ...

Að vinna saman að betra samfélagi í rusli

Það vakti furðu að sjá frétt á heimasíðu sveitarfélagsins Árborgar og í fleiri miðlum þann 28. ágúst s.l. með fyrirsögninni; Grenndarstöð Eyrarbakka lokað. Í fréttinni segir; "Vegna slæmrar umgengni hefur verið ákveðið að fjarlægja grenndarstöðina á Eyrarbakka tímabundið. Umgengni við grenndarstöðina er algerlega óviðunandi og flokkun verulega ábótavant. Losun á grenndarstöðinni hefur ...

Spjall um Eyrarbakka

Bauðst að spjalla við Gígju Hólmgeirsdóttur í þættinum Af Stað á Rás 1. Sagði frá minningarbrotum úr æsku minni, mannlífinu, höfninni, hafinu, Húsinu og tækifærunum. https://www.ruv.is/utvarp/spila/af-stad/34961/add818

Kótelettan

Samfélag okkar verður aldrei betra en þeir einstaklingar sem mynda það. Við þurfum hvert á öðru að halda, við þurfum á kraftmiklu hugsjónafólki að halda, við þurfum fólk sem er tilbúið að draga vagninn, fólk sem skapar jarðveg tækifæra og fólk sem framkvæmir.  Það eru ekki margir sem geta „hakað við“ flest af því sem að ...