Fjármál Grímsnes- og Grafningshrepps

Ný sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur tekið til starfa og hafa verið haldnir tveir fundir sveitarstjórnar.

Fulltrúar K lista lögðu á það höfuðáherslu í kosningum til sveitarstjórnar að tekið yrði á skuldavanda sveitarfélagsins.

Á fyrsta fundi sveitarstjórnar var meðal annars skipað í nefndir og önnur ábyrgðarstörf fyrir sveitarfélagið. Þar var tekin ákvörðun um að  1 maður á c – lista væri í 35% starfshlutfalli hjá sveitarfélaginu, 2 maður á lista í 100% starfi hjá sveitarfélaginu og 3 maður á listanum í 75% starfshlutfalli.

Laun voru svo umtalsvert hækkuð fyrir þessi störf.

Þetta mun vera án hliðstæðu á Suðurlandi og jafnvel þó víðar væri leitað.

Á næsta fundi sveitarstjórnar var lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

Þar er sveitarstjórn tilkynnt að skýringar þær sem meirihluti sveitarstjórnar gefur nefndinni séu ekki réttar og að fjármál sveitarfélagsins standist ekki skuldareglu sveitarstjórnarlaga.

Gerðar eru afgerandi kröfur á sveitarstjórn með að strax verði gripið til ráðstafana svo að sveitarsjóður standist viðmiðin.  Auk þess ber meðal annars sveitarstjórn að skila inn sérstöku árshlutauppgjöri fyrir fyrstu 8 mánuði til eftirlitsnefndarinnar.

þessi staða er alvarleg og vonandi þurfa íbúar sveitarfélagsins ekki að bíða í 4 ár í viðbót eftir því að tekið verði á alvarlegri stöðu sveitarfélagsins.

Comments are closed.