Búseta í tveimur sveitarfélögum, útsvari skipt milli tveggja sveitarfélaga?

Átti einstaklega gott samtal við þá félaga í Reykjavík síðdegis.  Ræddum um Grímsnes- og Grafningshrepp sem er fjölmennasta sveitarfélag á Suðurlandi auk þess að ræða öryggismál í sumarhúsabyggðum og breytta byggðaþróun.
Ræddi einnig nauðsyn  þess að gerðar verði breytingar á útsvari, þannig að þeir aðilar sem halda tvö heimili eins og mjög margir gera greiði útsvar til beggja sveitarfélaga, enda er þjónustukrafan stöðugt að aukast.  Skipting útvsars t.d. 70% þar sem einstaklingur á lögheimili og 30% þar sem viðkmandi heldur sitt annað heimili væri eðlilegt og myndi betur tryggja að íbúar fengju þá þjónustu sem kallað er eftir í báðum sveitarfélögum.
Viðtal við mig í Reykjavík síðdegis má heyra hér.
Þáttastjórnendur höfðu í framhaldinu samband við Halldór Halldórsson formann Sambands ísl Sveitarfélaga sem fór yfir málið eins og það horfði við honum.  Viðtalið við Halldór má heyra hér.
Í mínum huga þarfnast þetta mál frekari umræðu enda þarf að mæta þörfum íbúa sveitarfélaga í takt við breytta tíma og breytta búsetuþróun.  Búseta er ekki bundin lögheimili og til þess þarf að taka aukið tillit.
Sveitarfélög hafa metnað til þess að byggja upp fjölbreytta og öfluga þjónustu fyrir sína íbúa bæði þá sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og þá sem í sveitarfélaginu búa, en eiga ekki þar lögheimili.
Með því að skipta útsvari milli tveggja sveitarfélaga er verið að gefa báðum sveitarfélögum tækifæri til að veita íbúum öfluga og góða þjónustu.

Comments are closed.