Að ritskoða lífshamingjuna

Að það geti gerst árið 2016 í Frakklandi að það sé bannað að sýna í sjónvarpi stutt myndband á þeim grundvelli að myndbandið sýni hamingjusama einstaklinga með Down Syndrome.  Það er talið óviðeigandi vegna þess að það kann að valda þeim konum/mæðrum sem hafa tekið aðra ákvörðun á meðgöngu hugarangri.

Ef það er einn hlutur í veröldinni sem getur gert heiminn betri þá er það hamingja. Hamingja borgar vissulega ekki reikninga né brauðfæðir þá sem eiga ekki fyrir mat.  En hamingjusamt fólk kemur öðru vísi fram, hamingjusamt fólk leggur yfirleitt öðru fólki lið, hamingjusömu fólki er umhugað um lífshamingju annara og leggur sig yfirleitt fram um að skapa umhverfi þar sem sem flestum líður vel og fólk getur notið lífshamingju.  Í hamingjusamara samfélagi geta fleiri borgað reikninga og keypt sér mat.

Einstaklingar með Downs heilkenni hafa einstaka útgeislun lífshamingju.  Einstaklingar með Downs heilkenni eru fólk eins og ég og þú og við göngum öll í gegnum gleði og sorg.  Það sem skilur að þegar kemur að einstakling með Downs heilkenni er lífshamingjan og sá einstaki hæfileiki að draga fram það fallegast og besta í okkur sem njótum þeirra forréttinda að njóta samvista við einstaklinga með Downs heilkenni.

Frakkar hafa í raun ritskoðað lífshamingjuna fyrir sjónvarp og það sem verra er – þeir hafna lífshamingjunni.

 

screen-shot-2016-11-23-at-22-23-10

Sjá nánar; http://www.cnsnews.com/news/article/lauretta-brown/french-tv-council-bans-video-smiling-down-syndrome-children-because-it

Hér má sjá stutt myndband um lífshamingjuna – þá sömu og Frakkar ráða ekki við.

 

 

 

Comments are closed.