7% í hagnað

Grein rituð í Morgunblaðið.

Screen Shot 2017-05-17 at 11.32.23

___________________________________________

Á sama tíma og umræða á Íslandi er föst í því hvort einkarekin heilbrigðisþjónusta megi skila hagnaði eru nágrannaþjóðir okkar á öðrum stað.

Fjöldi sjálfstæðra rekstraraðila, sjálfseignastofnanna og hagnaðardrifnna fyrirtækja hefur aukist mjög síðustu ár í Svíþjóð, þ.e. aðilar sem veita m.a. öldruðum og fólki með fötlun þjónustu.

Þessir aðilar geta tekið út úr rekstrinum eins mikinn hagnað og þeir vilja.

Upp hafa komið of mörg dæmi þar sem hagnaðardrifin fyrirtæki halda niðri þjónustu og hámarka greiðslu arðs.

Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur ákveðið að bregðast við og lagt fram lagafrumvarp. Samkvæmt því verður aðeins heimilt að greiða út arð að upphæð sem má ekki vera hærri en sem nemur 7% af tekjum viðkomandi rekstraraðila.  Þetta frumvarp tekur til allra sjálfstæðra aðila í heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Við samþykkt frumvarpsins er gert ráð fyrir því að fjöldi „hagnaðardrifinna fyrirtækja“ á þessu sviði muni draga sig út úr þessari starfsemi, en að sjálfseignastofnanir muni væntanlega á sama tíma takast á við fleiri verkefni.

Nágrannaþjóðir okkar fylgjast vel með þessari þróun enda eru þar svipuð „hættumerki“.

Það er eftirtektarvert að í Svíþjóð eru sjálfseignastofnanir sem eru ekki hagnaðardrifnar eins og fyrirtækin að mælast vera að veita betri ummönnun.  Auk þess mælast þau vera að ná betri árangri en þjónustuúrræði sveitarfélaganna.  Ekki liggja fyrir sambærilegar mælingar hérlendis, en það væri áhugavert að sjá slíkan samanburð.

Ísland sker sig úr m.t.t. þess hversu mikið af rekstri í þjónustu við fólk með fötlun, sem og önnur félags- og heilbrigðisþjónusta er rekin af opinberum aðilum.

Er ekki ráð fyrir okkur íslendinga að fylgjast með og læra af, fjölgum sjálfstæðum rekstraraðilum, setjum skýran ramma um verkefni, gerum kröfur, höfum eftirlit og setjum 7% hámark á arðgreiðslur hjá sjálfstæðum rekstraraðilum á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu.

 

Comments are closed.