Nýlega var byrjað að bjóða upp á meðgöngutryggingu á Íslandi. Tryggingu sem á að veita verðandi foreldrum hugarró ef eitthvað bjátar á á meðgöngu eða við fæðingu. Virðist virkilega jákvætt, enda hver vill ekki tryggja öryggi fjölskyldunnar á viðkvæmum tíma. Þessi trygging vekur þó upp spurningar sem varða ekki aðeins tryggingar heldur líka siðferði, manngildi og viðhorf ...