Háskólanám á Suðurlandi – uppgjöf HÍ?

Nýverið var lögð fram skýrsla til rektors Háskóla Íslands er heitir; "Sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands".  Skýrsla þessi fjallar um fyrirkomulag og staðsetningu náms í íþrótta- og heilsufræði sem staðsett er á Laugarvatni. Nefndin leggur fram 4 tillögur; Grunnnám í íþrótta- og heilsufræði verði flutt til Reykjavíkur og skipulagt í samstarfi við ...

Ný heimasíða – aðgengilegar upplýsingar.

Heimasíða Grímsnes- og Grafningshrepps www.gogg.is hefur verið endurnýjuð á einstaklega skýran og glæsilegan hátt. Þetta er mjög vel heppnuð framkvæmd, sem á eftir að nýtast virkilega vel. Aðgengi að upplýsingum er mun betra en verið hefur auk þess sem íbúagátt gefur okkur íbúum aðgengi sem við höfum ekki áður haft í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins. Síðan gefur okkur auk þess ...

Búseta í tveimur sveitarfélögum, útsvari skipt milli tveggja sveitarfélaga?

Átti einstaklega gott samtal við þá félaga í Reykjavík síðdegis.  Ræddum um Grímsnes- og Grafningshrepp sem er fjölmennasta sveitarfélag á Suðurlandi auk þess að ræða öryggismál í sumarhúsabyggðum og breytta byggðaþróun. Ræddi einnig nauðsyn  þess að gerðar verði breytingar á útsvari, þannig að þeir aðilar sem halda tvö heimili eins og mjög margir gera greiði útsvar ...

Grímsnes- og Grafningshreppur er fjölmennasta sveitarfélag á Suðurlandi

Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga hafa gert stutta og mjög góða samantekt á fjölda sumarhúsa á Íslandi og á þróun fjölda þeirra. Í árslok 2013 voru skráð 12.574 sumarhús á Íslandi. 51% af heildarfjölda sumarhúsa er á Suðurlandi og af þeim eru langflest í Grímsnes- og Grafningshreppi eða 2.642, sem er 21% af heildarfjölda sumarhúsa á landinu. Á eftir Grímsnes ...

Vel heppnuð hátíð

Borg í sveit - alvöru sveitadagur var í fyrsta skipti haldin í gær í Grímsnes- og Grafningshrepp. Í verkefnið var farið að frumkvæði atvinnumálanefndar sveitarfélagsins þar sem Ása Valdís formaður, Kalli og Hildur tóku verkefnið föstum tökum og hafa síðustu vikur unnið mikið og gott starf við undirbúning.  Þeim lánaðist einstaklega vel bæði að virkja mikinn ...

Gamli leikskólinn seldur

Á fundi sveitarstjórnar þann 6 maí s.l. var tekin samhljóða ákvörðun um að selja gamla leikskólann við Borgarbraut 20. Það var sérstakt að taka ákvörðun um að selja þessa eign m.a. vegna þess að fyrir lá að það var mikill áhugi á að fá þessa eign leigða til að setja upp rekstur í henni.  Sveitarfélagið á ...

Miklar skuldir og áætlun sem ekki stenst

Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps var lagður fyrir sveitarstjórn á síðasta fundi þann 6 maí. Það er augljóst að ná þarf  betur utan um rekstur sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs (A hluta) var jákvæð um 26.7 m.kr. en áætlun hljóðaði upp á jákvæða niðurstöðu að fjárhæð 135.2 m.kr.  Þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu þá er þetta 108 m.kr. verri niðurstaða en ...