Grein í Hvatarblaðið

Ágætu íbúar.

Nú er rétt mánuður til sveitarstjórnarkosninga og munu hið minnsta tveir listar bjóða fram í sveitarfélaginu okkar.

Fjárhagur sveitarfélagsins eru ekki eins góður og hann gæti verið, það tekur á fyrir lítið sveitarfélag eins og okkar að skulda 1 milljarð.   Við þurfum því í senn að fara vel með og leita allra leiða til að auka tekjur okkar.

Það skiptir okkur öll miklu máli að vel sé á haldið þegar kemur að málefnum sveitarfélagsins.  Kröfur um þjónustu aukast stöðugt og verkefnin verða fjölbreyttari á sama tíma og fjármagn er takmarkað.

Við búum að mörgu góðu í  okkar sveit og tækifærin eru mörg.  Við þurfum að hlúa að þeim, skapa jarðveg þannig að stutt sé við uppbyggingu og tekist á við krefjandi verkefni af ábyrgð.

Við þessar aðstæður þurfum við að klára skólabyggingu og lóð.  Við þurfum einnig að taka ákvörðun um hvað eigi að gera við golfvöllinn á Borg.  Ég tel rétt að gera lokatilraun til að selja hann og lánist það ekki fyrir lok þessa árs að þá eigi að ræða aðra nýtingarmöguleika á þessu góða landsvæði á íbúafundi.

Ég tel að ein besta leið okkar til betra samfélags sé að fækka listafundum og fjölga íbúafundum.  Það er eðlileg krafa að íbúar viti meira um hvað er að gerast í stjórnsýslu sveitarfélagsins og hafi tækifæri til að koma skoðun sínum á framfæri.

Ég hvet alla íbúa til að mæta á kjörstað og kjósa þann 31. maí n.k.

Guðmundur Ármann Pétursson

Oddviti K – lista.

Comments are closed.