Að horfast í augu við raunveruleikann

Oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps ritar grein í héraðsblöð og kvartar yfir því að K – listi óháðra skuli vekja athygli á skuldsetningu sveitarfélagsins.

Þetta er alveg rétt hjá oddvitanum, K listinn hefur lagt á það áherslu að gera íbúum sveitarfélagsins grein fyrir því að Grímsnes- og Grafningshreppur skuldar 1 milljarð króna og að sveitarfélagið er með rúmlega 160% skuldahlutfall.

Sveitarfélagi er samkvæmt lögum ekki heimilt undir nokkrum kringumstæðum að vera með skuldaviðmið yfir 150%.  Í landinu eru 74 sveitarfélög og af þeim eru 4 sem eru með; “Mikla skuldsetningu, en rekstur stendur undir núverandi skuldsetningu”.  Grímsnes- og Grafningshreppur er eitt af þessum fjórum sveitarfélögum.

K – listi ætlar ekki að festa sig í fortíðinni og ræða um ástæður skuldsetningar sveitarfélagsins, en þær ættu þó C lista menn að þekkja betur en aðrir.  Rangar ákvarðanir geta kostað háar fjárhæðir.

Það þarf að takast á við stöðu sveitarfélagsins af ábyrgð og festu, það er einfaldlega ekki hægt ef menn geta ekki fengist til að horfast í augu við staðreyndir.

K listinn ætlar að leggja sig fram um að efla Grímsnes- og Grafningshrepp bæði með því að eiga reglulega samtal við íbúa sveitarfélagsins og með því að takast á við verkefnin af ábyrgð og festu.

Erfiðu málin hverfa ekki þó maður neiti að horfast í augu við þau.

Ég hvet íbúa Grímsnes- og Grafningshrepps til að mæta á kjörstað og kjósa.

Guðmundur Ármann Pétursson

Skipar 1. sæti á K – lista óháðra

Grímsnes- og Grafningshreppi

 

Comments are closed.